Kraftur - 2023, Qupperneq 18

Kraftur - 2023, Qupperneq 18
Blóðteymið í nýja meðferðarkjarnann „Spítalinn sér fyrir sér að almennt efla dag- og göngudeildarþjónustu enn frekar. Við viljum alltaf að skjólstæðingar okkar geti verið meira heima og jafnvel erum við að horfa á að geta veitt ákveðna krabbameinsmeðferð í heimahúsi. Draumurinn er þá að vera með eins konar sjúkrahústengda heimaþjónustu, t.d. gefa ýmsa meðferð í heimahúsi. Það væri þá fyrst og fremst til að auka lífsgæði okkar skjólstæðinga auk þess að létta á álagi innan sjúkrahússins.“ Varðandi það hvort það sama eigi við um 11EG og dag- og göngudeildina, að ekki sé gert ráð fyrir nýrri legudeild í nýja meðferðarkjarnanum segir Signý Vala það enn dálítið óljóst. „Eins og mér skilst, þá mun að minnsta kosti blóðteymið á legudeildinni flytja í nýja meðferðarkjarnann, þegar hann verður tilbúinn. Hvað varðar krabbameinshlutann, er framtíðin aðeins óljósari.“ Signý Vala segir að 11EG sé enn í uppbyggingar- fasa og líkt og margar aðrar deildir á Landspítala, og í rauninni líkt og öll sjúkrahús í heiminum, enn að glíma við eftirköst Covid-faraldursins. Dagleg starf semi deildarinnar sé þó að miklu leyti orðin eins og starfsfólk og stjórn endur myndu helst vilja sjá eftir sameiningu. Þetta taki allt tíma og gæðamál séu í stöðugum umbótum. „Margt gott en alltaf hægt að gera enn betur“ „Starfsfólk deildarinnar er frábært og vinnur af mikilli elju og hugsjón. Við erum full bjartsýni og samstaða að tryggja sjúklingum okkar sem besta þjónustu,“ segir Signý Vala. Sú sem tekur þetta viðtal getur vottað fyrir það að á 11EG er frábært starfsfólk enda þurfti hún að liggja inni á deildinni í um þrjár vikur síðastliðinn vetur. Signý Vala segir að það sé auðvitað ekki eins algengt að ungt fólk þurfi á innlögn að halda eins og eldra fólk enda eru krabbamein algengari með hækkandi aldri. Helsta áskorunin að halda í sérhæfinguna á sameinaðri deild „Þegar ungt fólk greinist til dæmis með bráðahvítblæði þarf það að leggjast inn í allar lyfjameðferðir. Einnig þegar um er að ræða mjög sérhæfða meðferð sem af einhverjum ástæðum ekki er hægt að gefa á dagdeild. Dæmi um slíkt er háskammtalyfjameðferð með stofnfrumustuðningi. Þá getur ungt fólk, eins og allir, líka lent í því að fá sýkingar eftir meðferðir, þurft aðstoð vegna erfiðra verkjavandamála svo eitthvað sé nefnt,“ segir Signý Vala og bætir við í lokin: „Það er mikilvægt að fólk viti að við viljum geta veitt sem allra besta þjónustu og því erum mjög þakklát fyrir að fá ábendingar sem við getum nýtt til úrbóta. Það er sem betur fer margt gott en alltaf hægt að gera enn betur. Sumt er á okkar valdi en annað ekki.“ B ls .1 8 Kraftur

x

Kraftur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.