Kraftur - 2023, Page 20

Kraftur - 2023, Page 20
Hugmyndin var að hanna veglega, tímalausa og kynlausa skartgripi sem minnir fólk á að lífið er núna. Kraftur leitaði til Veru Design þar sem þeirra skart og hönnun höfðar vel til þess. Þar tók Íris Björk Tanya Jónsdóttir við hugmyndinni og hannaði þessa frábæru skartgripalínu. Vera Design leggur mikla áherslu á að allur ágóði skartsins renni beint til Krafts og er félagið afar þakklátt fyrir þetta samstarf. Í fyrstu skartgripalínunni eru eiguleg armbönd og hálsmen sem byggja á sömu grunnhönnun; fallegri „Lífið er núna“ áletrun. Bæði armböndin og hálsmenin eru fáanleg í silfri og gulli í misgrófum eða fíngerðum útgáfum. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi úr línunni. Skartið er tilvalið fyrir hvers kyns tilefni, bæði sem gjafir handa öðrum eða handa manni sjálfum, t.d. til þess að fagna stærri tímamótum eins og útskriftum, fermingum og stórafmælum eða sem morgungjöf og auðvitað líka til þess að fagna tímamótum í krabbameinsmeðferð. Við vonum að fólk taki vel í skartið og að allir geti borið það með stolti, hvort sem það hefur sjálft gengið í gegnum krabbamein eða ekki. Hugsunin bakvið orðin „Lífið er núna“ er svo falleg og valdeflandi – fögnum augnablikinu og njótum lífsins. Umfjöllun B ls .2 0 Skartgripalína Krafts Kraftur

x

Kraftur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.