Kraftur - 2023, Side 24

Kraftur - 2023, Side 24
Börnin gáfu mér styrk til að halda áfram Áfall ofan á áföll Kristjana greindist með brjóstakrabbamein í mars árið 2022 þá einungis 33 ára. Á þessum tímapunkti var hún nýbyrjuð að vinna eftir fæðingarorlof en hafði greinst með áráttu- og þráhyggjuröskun sem og þunglyndi og kvíða eftir barneignir. Það var mikið búið að ganga á síðasta árið hjá þeim. Heilsubrestur hjá Kristjönu, andlát bróður Atla, Atli missti vinnuna, Mannlíf ritstal og afskræmdi minningargrein sem Atli skrifaði um bróður sinn og er nú í málaferli og svo krabbameinsgreining sem algjörlega fyllti mælinn. „Þegar læknirinn sagði mér að ég væri með krabbamein þá kom aldrei eitthvað sjokk og ég fór ekkert að gráta. Það var eiginlega bara eins og að hann væri að segja mér að það væri pizza í matinn,“ segir Kristjana. Kristjana hafði verið að glíma við brjóstasýkingu þegar hún var með börnin á brjósti en það eru bara 22 mánuðir á milli þeirra. Það seitlaði úr brjóstinu á henni og hélt hún að það væri mjólk sem væri ekki að ná að komast út úr brjóstinu. Hún var afskaplega þreytt, fannst hún vera þreyttari en aðrar mæður í kringum sig. Hún hafði fengið meiri orku eftir meðferð sem hún fékk við áráttu- og þráhyggjuröskuninni en fannst hún samt vera orkulítil. Annað brjóstið á henni var aðeins öðruvísi í laginu en svo fór hún til læknis út af einhverju allt öðru og ákvað að spyrja hann út í þetta í leiðinni. „Ég bjóst bara við að hann myndi staðfesta sýkingu í brjósti. Hann sagðist vilja að ég færi í myndatöku hjá Domus, hefur greinilega fattað strax hvað þetta var. Svo gerðist þetta bara allt svo hratt. Ég fór til læknisins 16. mars og 30. mars fékk ég greininguna. Þegar ég fæ greininguna þá bara - BAMM - þarna kom skýringin. Það er búið að vera myndast krabbamein í líkamanum á mér og þess vegna var ég svona þreytt,“ bætir Kristjana við. Kraftur B ls .2 4

x

Kraftur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.