Kraftur - 2023, Page 29

Kraftur - 2023, Page 29
Í síðasta tölublaði af Krafti fengum við innsýn inn í líf Egils Þórs Jónssonar en líf hans gjör- breyttist á einni nóttu þegar hann greindist með stór eitil- frumu krabbamein árið 2021 og við tók heljarinnar með ferð. Hann er fyrsti Íslendingur - inn sem hefur verið sendur til Svíþjóðar í Car-T-Cell meðferð sem þýðir að úr honum voru sognar nýjustu eitilfrumur hans sem voru erfðabreyttar til að ráðast á krabba meins tegundina sem Egill var með. Nú ári síðar fengum við að heyra hvernig staðan er hjá honum. Síðasta úrræðið Þegar Egill var sendur út til Svíþjóðar var það síðasta úrræðið þar sem að allar meðferðir sem hann hafði fengið á Íslandi höfðu ekki virkað. Krabbameinið var búið að dreifa sér um allan líkamann og það leit þannig út að Egill ætti stutt eftir ólifað. Meðferðin heppnaðist hins vegar vel þrátt fyrir að ýmislegt hafi komið upp á en hann segist vita af fleiri Íslendingum sem væru í sömu meðferð í kjölfarið af hans og að þær séu að skila góðum árangri. Sennilegast er það partur af því að læra á nýja tækni. Egill fer á mánaðarfresti í lyfjagjöf með lyfi sem styður við ofnæmiskerfið og þar sem meðferðin var svo yfirgripsmikil þá er verið að bólusetja hann líka með barnabólusetningum því ofnæmiskerfið er laskað. „Ég er með tvö börn á leikskóla og í raun sjálfur eins og óbólusett smábarn, og því er nauðsynlegt að bólusetja mig fyrir alls kyns sjúkdómum eins og barnaveiki og mislingum svo að ég haldist sem heilbrigðastur en ég er stöðugt að fá alls konar sýkingar,“ segir Egill og hlær við. Viðtal - Laila Sæunn Pétursdóttir B ls. 29 Kraftur Fa gn ar lífi nu

x

Kraftur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.