Kraftur - 2023, Side 34

Kraftur - 2023, Side 34
Viðtal - Sunna Kristín Hilmarsdóttir B ls .3 4 „Þrengslin þarna eru yfirgengileg. Að það skuli varla vera hægt að komast á nema eina snyrtingu með góðu móti ef maður þarf að vera með lyfjastatífið með sér, að fólk geti varla leyft börnunum sínum að koma til að sjá hvernig þetta er, að aðstandendur sem vilja heimsækja fólk eða vera með sínu fólki í einhvern tíma, að þeir upplifi sig bara beinlínis fyrir og þurfi að sitja á einhverjum prikum. Að það sé ekki einu sinni pláss fyrir sjálfsala inni á deildinni eða aðstaða til þess að stíga upp úr stólnum, setjast eitthvað annað og fá sér einhverja næringu. Fólk getur varla hreyft sig þarna. Þetta er auðvitað bara glatað og gott viðmót starfsfólk dugar ekki til.“ Þetta segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, í samtali við Kraftsblaðið um aðstöðuna á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B og 11C. Fyrir tveimur árum síðan, á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2021, samþykkti félagið að veita stjórnvöldum allt að 450 milljónum króna til að bæta aðstöðu deildarinnar. Ári síðar dró félagið þá ákvörðun til baka, enda segir Halla að svo virðist sem peningar séu ekki vandamálið þegar kemur að því að bæta aðstöðuna á 11B og 11C. Vandamálið sé frekar það að öll húsnæðismál Landspítalans séu í ákveðinni deiglu, það þurfi að gera þarfagreiningar og úttektir í samhengi við nýja Landspítalann og allt taki það tíma. Staðreyndin sé hins vegar sú að ráðast þurfi í aðgerðir núna vegna aðstöðunnar á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, það geti einfaldlega ekki beðið. Ómögulegt að veita heildræna meðferð vegna aðstöðunnar En spólum aðeins til baka. Hvernig kom það til að Krabbameinsfélagið samþykkti á sínum tíma að veita allt að 450 milljónum til að bæta aðstöðuna? „Ætli það sé ekki í kringum 2018 sem við eigum samtal við yfirmenn spítalans sem fóru fyrir krabbameinsþjónustunni og spyrjum þau hverju sé brýnast í þeirra huga að ráða bót á? Hvar kreppir skóinn helst? Og þá var það enginn vafi hjá þeim, það er aðstaða þessara deilda. Svo er farið að skoða þetta. Við auðvitað vitum það, við sem höfum verið þarna annað hvort sem sjúklingar eða aðstandendur að langstærstur hluti þeirra sem fá lyfjameðferð við krabbameini fara í gegnum þessa deild,“ segir Halla sem sjálf fylgdi móður sinni í gegnum lyfjameðferð á deildinni og sinnti auk þess fólki sem var fékk lyfjameðferð þar í nokkur ár, þegar hún starfaði sem sálfræðingur á spítalanum. „Fólk getur varla hreyft sig þarna“ Kraftur

x

Kraftur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.