Úrval - 01.06.1944, Side 53

Úrval - 01.06.1944, Side 53
LISTIN AÐ LIFA UM EFNI FRAM 51 yfir höfuðið. I þessu efni höfum við verið heppin. Einu sinni tókst okkur til dæmis að fá leigðar 20 ekrur lands á herra- garði fyrir 50 dollara á mánuði. Við tókum sex her- bergja hús á leigu, sem stóð á landinu. Hús eigandans stóð autt. Allt sumarið og haustið mátt- um við leika þarna lausum hala, eins og við ættum alltsaman. Landið var skínandi fagurt, og við gleymum seint sólböðunum eða villtum jarðarberjunum, sem við tíndum. Það má segja, að þetta hafi verið einstök heppni, en ég er samt ekki frá því að við getum aftur fundið svona stað, ef við leitum vel, því að við trúum á okkar aðferð. Nokkur undanfarin ár höfum við orðið að búa í New York. Við borgum ekki nema 40 dollara á mánuði fyrir íbúðina okkar. Sumir myndu kalla hana „fallega íbúð“ og „óvenjulega". En hún er falleg, af því að við höfum sjálf gert hana fallega, og óvenjuleg er hún, það er satt. Herbergin eru á mismunandi gólfhæð, og milli þeirra eru fá- einar tröppur. Húsgögnin höf- um við keypt á uppboðum, og þar er margan góðan gripinn hægt að fá fyrir lítið. Þá er það maturinn. Kona mín er ágætis eldabuska, en hún getur ekki gert góðan mat úr seigu kjöti, enda langar okkur ekkert í seigt kjöt. Við viljum heldur vera án þess. Það er miklu ódýrara að lifa á græn- meti, enda hollara. Grænmeti er bezt að kaupa við kerrur grænmetissalanna á götunni, og kona mín er hreinasti snillingur í að uppgötva broccoli og aðrar sjaldgæfar grænmetistegundir. Stundum fær hún líka ágætar perur eða kjörsveppi. Og auð- vitað er alltaf nóg til af algeng- ustu garðávöxtunum, kartöfl- um, tómötum, baunum og gul- rótum. Auðvitað kostar þetta það, að flytja allt heim til sín, því að götusalarnir hafa hvorki síma né sendisveina. En það eru ekki meiri óþægindi en for- feður vorir hafa átt við að striða. Það er hægt að eyða miklum peningum í fatnað, ef ekki er sparlega og skynsamlega á haldið. Ég hef oft fengið eins góð föt fyrir 25 dollara og seld eru í búðum á 50 dollara. Konan mín klæðir sig mjög vel fyrir helming þeirrar f járhæðar, sem 7*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.