Úrval - 01.06.1944, Side 92

Úrval - 01.06.1944, Side 92
90 tíRVAL undir forystu Pétains mar- skálks var þegar farin að gera gælur við Þjóðverja, og þýzkur her var aðeins í tæpra 100 mílna fjarlægð. í þrjá sólarhringa var Suffolk að leita fyrir sér í ,,dokkunum,“ en í hafnar- mynnið var búið að leggja tundurduflum, og enginn Frakki var fáanlegur til að freista þessarar farar. Á f jórða degi kom koladall- ur með brezkan fána í stafni, siglandi hægt og sígandi inn flóann. Vissu skipverjar ekkert um fall Frakklands, en Suffolk brá við skjótt og lét skjóta sér um borð. Þegar skipstjóri og skipverjar heyrðu tíðindin, var þeim mest í mun að komast sem fljótast á brott. Gimstein- unum og hinum verðmætu efn- um var í flýti komið út í skipið, en sending, sem nýlega hafði komið frá Ameríku af ýmis konar hernaðarvélum og tals- vert af öðru „dóti,“ sem nokk- urs þótti um vert, var falið í fylgsni einu „í fjörunni“. Síðan hóaði Suffolk saman vísinda- mönnum sínum í annað sinn, til ferðalagsins til Falmouth og Lundúna. Að afloknu þessu viðfangs- efni, gerðist Suffolk sjálfboða- liði við „krufningar á lifandi sprengjum". Allt fram að þessu hafði slíkt verið talið eins konar dægradvöl fyrir þá, sem fremja vildu sjálfsmorð á áberandi hátt. En Suffolk áleit öruggast, að slíkt starf væri í höndum þaulæfðra sérfræðinga, er tækju á sig þá áhættu sem af einstök- um óhöppum kynni að leiða, kom nú í góðar þarfir reynsla hans við vísindarannsóknir. Hann bjó út stóra flutninga- bifreið með hárfínum tækjum. Kom nú enn í ljós venjuleg lítilsvirðing hans á mannvirð- ingum, því að hann valdi sér aðstoðarmenn (10 karlmenn og eina stúlku) úr hópi þess fólks, sem honum féll bezt við, en það voru Lundúna-verkamenn, sem töluðu mállýzku, er hann kunni sjálfur til hlítar, og hann skildi að öðru leyti eins vel og sjálfan sig. Sumir þess- ara rnanna kunnu tæplega að skrifa nafnið sitt, en allir voru þeir gæddir því kæruleysi ofur- hugans, sem svo mjög einkenn- ir öreigalýð enskra stórborga. Suffolk varð nú brátt haldinn sprengju-ástríðu, ef svo mætti segja, og í hvert sinn, sem ný tegund sprengja fannst, var það honum svo mikill atburður, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.