Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Þar sem við stöndum á hlaðinu á Önguls- stöðum í Eyjafjarðarsveit, í dásamlegu veðri, öll á leið á mismunandi staði á landinu til að klára helgina með ólíkum fjöl- skyldum eða vinum, velti ég því fyrir mér af hverju fólk á öllum aldri veigrar sér við því að taka þátt í félagsstörfum. Svo oft er ég spurð af vinum og vandamönnum hvort ég fái ekki nóg af þessu, hvort félagsstörfin séu nú ekki farin að taka yfir lífið eða hvort það sé ekki svekkjandi að missa af þessu og hinu fyrir fundi. Vissulega stend ég mig að því að nenna stundum ekki af stað á næsta fund, sitja jafn- vel aðeins of lengi í sófanum með verkkvíða og keyra svo aðeins of hratt til að vera nú komin á réttum tíma. Það er eins með þetta og að koma sér í ræktina eða út að hlaupa; þó að maður nenni ekki alltaf af stað gleymir maður því um leið og maður er kominn á staðinn og líður allajafna vel á eftir. Árangurinn getur líka jafnvel orðið magn- aður (þó að vissulega sé árangur minn í rækt- inni ekki alveg jafn magnaður og áþreifan- legur og árangur af félagsstörfum). En með því að koma sér á fundi, gefa kost á sér í félagsstörf, hitta fólk og leggja á sig vinnu verða til magnaðir hlutir. Dæmi um þessa mögnuðu hluti er til dæmis ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem haldin er af ungmenna- ráði UMFÍ, hreyfiverkefni eins og Move Week sem hreyfir við fólki um alla Evrópu og jafn- vel heilu Unglingalandsmótin! Galdurinn í þessu öllu saman er að muna að maður er manns gaman, því að ef þú hefur gefið kost á þér í einhver verkefni, hvort sem það er verkefni hjá leikdeildinni, hestamanna- félaginu, ungmennafélaginu eða fótboltalið- inu er það væntanlega til að sinna íþróttinni eða málefninu sem þú hefur áhuga á og að öllum líkindum má þá ganga út frá því að allir í nefndinni hafi þetta sameiginlega áhugamál. Af hverju ætti þá að verða leiðinlegt eða erfitt að fara á einmitt þennan fund? Er ekki bara frekar líklegt að maður eigi huggulega kvöldstund fram undan, sem síðan teygist jafnvel í annan endann því að maður dettur í spjall og áður en maður veit af er staðan orðin sú sama og fyrr um kvöldið, nema núna slít- ur maður sig ekki frá til að koma sér heim. Auðvitað eru ekki allir fundir svo skemmti- legir, því miður. En það er eins með það og annað, að vonandi standa góðu stundirnar upp úr. Ég hef því persónulega hallast að slagorði sem tengt er við Hreyfiviku; Find your move! Sennilega er upphaflega merking slagorðsins til þess fallin að fólk finni sína hreyfingu, en í mínum huga útleggst hún þannig: Finndu það sem hreyfir við þér. Hvaða mál vilt þú sjá fá framgang? Að hverju vilt þú vinna til að bæta samfélagið í kringum okkur? Finndu það sem hreyfi r við þér. Hvað vilt þú sjá fá framgang? Þegar maður finnur sína hreyfingu er ekkert mál að eyða nokkrum klukkustundum í fundahöld, og það er meira að segja öllum svolítið hollt. Það hvarflar vissulega oft að mér að fólk í kringum mig gefi sig ekki í félagsstörf vegna þess að það viti ekki til hvers sé ætlast af því þegar á hólminn er komið. En mig langar með þessu greinarkorni að hvetja fólk til að prufa. Prufið að taka að ykkur smáábyrgð, takið þátt í því félagsstarfi sem þið viljið starfa við og munið að ef þið vitið bara ekkert til hvers er ætlast af ykkur, þá er fullt af reynslu- boltum í kringum okkur sem flestir eru meira en til í að leiðbeina og aðstoða. Einnig er svo til töluvert af fræðsluefni og enn bætist í það safn. Stundum finnst mér í raun félagsstörfin mín verða full tímafrek. En svo þegar maður kíkir á skíði á Ísafjörð og fyrsta manneskja sem maður rekst á er formaður Héraðssam- bandsins sem tekur á móti manni með faðm- lagi, eða þegar maður flytur á nýjan stað og er strax boðið með í saumaklúbb útaf vin- skap í gegnum Ungmennafélagshreyfing- una, þá er bara svo ótrúlega gaman að vera hluti af þessari hreyfingu að maður gleymir öllu hinu! Hrönn Jónsdóttir, ritari UMFÍ. Hrönn Jónsdóttir, ritari UMFÍ. Hrönn Jónsdóttir, ritari UMFÍ: Dagana 22.–23. janúar sl. var haldin skemmtihelgi á vegum Ungmenna- ráðs UMFÍ. Yfirskrift helgarinnar var Framtíðarfrumkvöðlar. Byrjað var í Þjónustumiðstöð UMFÍ þar sem þátttakendur hittust og tóku þátt í nám- skeiði á vegum Icelandic Startups. Ragnar Kormáksson verkefnastjóri sá um námskeiðið og hafði hann á orði hve glæsilegan hóp ungmenna væri að finna innan hreyfingarinnar. Að námskeiði loknu var þátttakendum skipt í hópa og þeim afhentar leiðbeiningar að ratleik til að komast á dvalarstað. Í ratleiknum þurfti meðal annars að taka myndir á ákveðnum stöðum og leysa orðarugl til þess að komast á næsta áfangastað. Þegar komið var á áfangastað, Voga á Vatnsleysuströnd, var farið í nafna- og hópeflisleiki, spilað Ringó, Trivial Pursuit og farið í sund. Á laugardegi lagði landsfulltrúi UMFÍ fjögur mismunandi verkefni fyrir þátttakendur sem öll miðuðu að því að kveikja góðar hugmyndir fyrir starf hreyfingarinnar. Þátttakendur náðu vel saman um helgina og fóru heim reynslunni ríkari. Framtíðarfrumkvöðlar: Þátttakendur fóru heim reynslunni ríkari

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.