Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 3
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Nýtt íþróttafélag, Vestri, var stofnað á Ísafirði 16. janúar sl. en félagið varð til með sameiningu fimm íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum. U ndirbúningur að stofnun nýja félagsins hefur staðið í tæpt ár en það eru Boltafélag Ísafjarðar, Sundfélagið Vestri á Ísafirði, Blakfélagið Skellur á Ísafirði, Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar og knattspyrnudeild Ungmennafélags Bolungarvíkur sem eru sett undir einn hatt. Öll félögin hafa samþykkt sameiningu á félaga- fundum og á stofndeginum, 16. janúar sl., var ný stjórn Vestra kosin. Sameiningin mun þó ekki ganga í gegn að fullu fyrr en öll félögin hafa samþykkt hana formlega á aðalfundum sínum. Hjalti Karlsson var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Auk hans voru kosin í stjórn þau Gísli Jón Hjaltason, Sigurður Jón Hreinsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Guðni Guðnason, Sólrún Geirsdóttir og Pétur Markan. Varastjórn skipa Jón Páll Hreinsson og Anna Lind Ragnarsdóttir. Ljóst er að nýrrar stjórnar bíða mörg spennandi og verðug verkefni. VESTRInýtt íþróttafélag á Vestfjörðum Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV flytur nýju félagi kveðju og hamingjuóskir. Frá vinstri Magnús Erlingsson fundarritari, Hjalti Karlsson formaður Vestra, Gísli Halldór Halldórsson fundarstjóri og Guðný Stefanía. Fulltrúar frá fjórum félaganna handsala sameininguna. Frá vinstri Ingi Björn Guðnason KFÍ, Sig- urður Hreinsson Skelli, Gísli Jón Hjaltason BÍ88 og Páll Janus Þórðarson Sundfélaginu Vestra. „Það felast möguleikar í þessari sameiningu sem eiga eftir að koma enn betur í ljós í fyllingu tímans. Samtöl við fólk í félögum sem hafa gengið í gegnum svona ferli hafa leitt í ljós að það getur tekið allt að tíu ár að slípa alla hluti til. Þetta nær vonandi tilgangi sínum, þó að það sé ekki til annars en að allir geti fylkt sér undir merki eins félags og að allir geti gengið í takt. Ýmis hagræðing fylgir þessu eins og í innkaupum á búnaði, búningum og við horfum ennfremur til þess að geta gert eitthvað sem lýtur að ferðakostnaði sem er gríðarlega mikill hér,“ segir Hjalti Karlsson sem var formaður samein- ingarnefndar og er nú formaður félagsins. Ýmsir möguleikar felast í sameiningunni

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.