Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 21
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 21 Um 70 golfvellir eru á Íslandi, þar af 16 18 holu vellir. Mestur hluti þeirra, eða alls 54, er því 9 holu vellir. Á höfuðborgar- svæðinu eru ellefu golfvellir, þar af eru sex 18 holu vellir. Á Íslandi er golfið almenningsíþrótt, ekki íþrótt fárra, heldur fjöldans. Fáar íþróttagreinar höfða jafn mikið til almenn- ings eins og golfið. Fólk úr öllum stéttum, á öllum aldri og öllum getustigum getur leikið golf við frábærar aðstæður hér á landi. Kostir íþróttarinnar eru endalausir. Að leika golf á Íslandi er ævintýri líkast. Miðnæturgolfið nýtur vinsælda og Arctic Open er eitt stærsta golfmót hvers árs, haldið á Akureyri. Frá árinu 2000 hefur verið gríðarleg fjölg- un í golfíþróttinni. Á síðasta ári voru 14.600 skráðir félagar í golfklúbbum landsins, þar af um 1800 börn. Fjöldi þeirra sem fara einu sinni eða oftar í golf á ári er um 50.000 á Íslandi sam- kvæmt rannsókn á vegum Gallup. Ísland er í 18. sæti yfir 20 stærstu golf- sambönd Evrópu. Fjöldi kylfinga hefur auk- ist um 12% á síðustu 5 árum. Ísland er í efsta sæti ef litið er á fjölda íbúa en 5% landsmanna eru skráð í golf- klúbb sem er Evrópumet. Ef íbúafjölda er deilt á golfvelli landsins þá eru 5.200 íbúar á hvern völl. Ef litið er á nýtinguna er Ísland í 19. sæti í Evrópu. Ef heildarfjölda kylfinga er deilt niður á 63 golfvelli landsins þá eru 260 kylfingar um hvern völl. Á síðustu 15 árum hefur kylfingum fjölg- að um nánast helming (8.500 í 16.500). Meðalforgjöf karla er um 22 og meðal- forgjöf kvenna er um 32. Meðalaldur karla, sem skráðir eru í golf- klúbba landsins, er 47 ár og kvenna er 52 ár. Á æfingasvæðum Bása og Hraunkots eru yfir 10 milljónir golfbolta slegnir árlega. 2% kylfinga á Íslandi eru með forgjöf 4,4 eða lægra. Fjölmennasti klúbburinn er Golfklúbbur Reykjavíkur með 2.800 félaga og er annað fjölmennasta íþróttafélagið á landinu. Á hverju ári eru hátt í 35.000 hringir leiknir á 18 holu golfvöllum höfuðborgar- svæðisins. 60% allra kylfinga eru á hö- fuðborgarsvæðinu. Áætlaður fjöldi erlendra kylfinga, sem leika hér á landi á hverju ári, eru 5000. Lengsta braut landsins er 600 metrar, á Víkurvelli í Mýrdal. Heildarvelta golfklúbba landsins er um 2 milljarðar króna. – Hefur golfið verið í stakk búið að taka á móti þessari aukningu og er nóg af golfvöllum á landinu? „Það er nóg af völlum á Íslandi en nú eru yfir 65 vellir á landinu sem er heimsmet. Það finnst varla það þéttbýli á Íslandi þar sem ekki er golfvöllur. Það má hins vegar til sanns veg- ar færa að golfvellir akkúrat á Reykjavíkur- svæðinu séu þétt setnir en samt sem áður taka þeir við nýjum félagsmönnum. Það þarf ekki að fara langt út fyrir bæinn til að komast á frábæra golfvelli án þess að þurfa bíða í bið- röð eða panta sér rástíma,“ segir Haukur Örn. Haukur Örn segir að þó að líti út fyrir að hægja muni á þessari aukningu sé markmið okkar að halda henni áfram. Undanfarin þrjú ár hefur þátttakendafjöldi staðið í stað eftir hina gríðarlegu fjölgun 15 ár á undan. Haukur Örn segir að veðurfar síðastliðin tvö sumur hafi skipt þar töluverðu máli, það hefur ekki verið hagstætt sem hefur auðvitað áhrif á golf sem útivistarsport eins og aðrar greinar. Haukur Örn segir hins vegar ennþá feikinóg tækifæri til að fjölga kylfingum enn frekar, sérstaklega á aldrinum 20–35 ára. Þá ber að stefna að því að fjölga konum sérstaklega en þær eru um 30% iðkenda. Auðvitað þarf hlutfallið að vera svipað hjá körlum og konum en konur hafa alveg jafn gaman af að leika golf og karlar. „Tölur í Evrópu og Bandaríkjunum hafa aftur á móti farið lækkandi. Þar er brottfall en við höfum á sama tíma fengist við mikla aukningu. Ég vona að það haldi áfram og það eru svo sem engar blikur á lofti um það sé eitthvað að fara að breytast þótt dregið hafi úr fjölguninni hér eða hún staðið í stað.“ – Er nokkurn tíma of seint að byrja að leika golf? „Nei, það er aldrei of seint að byrja og maður getur leikið golf þangað til maður er Nokkrar staðreyndir um golfíþróttina orðinn 100 ára gamall. Ég þekki marga sem segja við mig að þeir séu ekki orðnir nógu gamlir til að byrja. Það er hins vegar alger vitleysa. Þeir sem hafa byrjað hafa ekki hætt. Þeir sjá allir eftir því að hafa ekki byrjað fyrr og í þessu sambandi skiptir miklu máli að fara í kennslu í upphafi. Rannsóknir sýna að byrji fólk í golfi og nái ákveðnum tökum á íþróttinni tiltölulega fljótt fer það að hafa meira gaman af því að leika golf og er komið í það til frambúðar. Ef þú ert aftur á móti að berjast þá eru meiri líkur á því að þú hættir,“ sagði Haukur Örn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.