Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands G ríðarleg fjölgun kylfinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli og segja má með sanni að hvert sem litið sé megi sjá fólk leika golf. Golfið hefur margt upp á að bjóða, hreyfingin er góð og ekki síst er útiveran frábær. Við tókum spjall við forseta Golfsambands Íslands, Hauk Örn Birgisson, og spurðum hann út í íþróttina og hvað ylli þessum gríðarlega áhuga á golfi. „Áhuginn á golfi hér á landi er einstakur á evrópskan og jafnvel á heimsmælikvarða. Á Íslandi leika hlutfallslega miklu fleiri golf en annars staðar í heiminum. Skráðir félagsmenn í golfhreyfingunni eru um 17 þúsund en það er síðan önnur eins tala sem leikur golf sem við skilgreinum sem kylfinga. Þeir fara fimm sinnum eða oftar á ári í golf. Þetta segir okkur að yfir 10% þjóðarinnar leika golf og 5% þeirra eru skráðir félagsmenn. Þetta eru tölur langt um fram allt annað annars staðar í heim- inum. Ég oft spurður að því af kollegum mín- um í Evrópu hver sé ástæðan fyrir þessum mikla golfáhuga á Íslandi. Við þessu er í raun ekki eitt svar en á Íslandi er golf tiltölulega G O LF ódýrt. Allir leika golf óháð stétt eða stöðu sem er kannski svolítið öðruvísi en annars staðar í heiminum, þar sem efnaðra fólk leikur fremur golf. Þetta er alls þannig ekki á Íslandi. Allir golfvellir á Íslandi eru opnir öll- um og allir geta leikið,“ sagði Haukur Örn. Haukur segir að vinsældir golfíþróttarinn- ar, burtséð frá því hvort við erum á Íslandi eða annars staðar, tengist því að allir geta leikið golf. Skiptir þar engu hvort um börn er að ræða eða roskið fólk. Haukur segir að það séu ekki margar íþróttir þar sem amman get- ur farið í keppni við barnabarnið sitt undir sömu reglum á sama golfvelli. Forgjafakerfið gerir golfíþróttina svo einstaka. – Hvað heldur þú að valdi þessum mikla áhuga á íþróttinni hér á landi? „Já, íslenskum kylfingum hefur fjölgað mikið undanfarin 15 ár og er um tvöföldun að ræða á þessum tíma. Ástæðurnar eru eflaust margar. Ein þeirra er að ódýrt er að leika golf á Íslandi. Við eigum mikið úrval flottra golfvalla og hægt er að leika golf nán- ast allan sólarhringinn yfir sumartímann. Það að geta leikið 18 holu golfhring eftir að þú hefur lokið vinnu er einstætt og það er ekki hægt annars staðar í heiminum. Skilyrði til golfiðkunar á Íslandi eru að mörgu leyti góð og það á sér skýringar í þessum vinsældum,“ segir Haukur Örn. – Hér hjálpar þá líklega líka að golfið sam- einar fjölskylduna og að íþróttin er um leið holl og góð hreyfing. „Alveg rétt og hreyfingin er mikil. Ef fólk leikur 18 holu golfhring gengur það 10–12 km vegalengd og einhverjir gera sér kannski bara ekki grein fyrir því hversu mikil og góð hreyfing þetta er. Golfvöllur er kannski um 6000 metra langur, þá labbar kylfingur aðra eins vegalengd þegar hann er að leika og ég tala nú ekki um þegar leita þarf að boltanum. Svo er það alveg rétt að golfið er frábær fjöl- skylduíþrótt.“ Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands: Allir leika golf óháð stétt eða stöðu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.