Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands H éraðsþing HSK var haldið á Selfossi 13. mars sl. Góð mæting var á þing- ið sem gekk vel og stóðst að mestu tímaáætlun, en dagskrá þingsins var stytt nokkuð að þessu sinni. Athygli vakti hve mikið af ungu fólki sat þingið. Góðar um- ræður voru í nefndum þingsins og rúm- lega 20 tillögur voru samþykktar. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, ávarpaði þingið og veitti Baldri Gauta Tryggvasyni, Umf. Baldri, og Stefáni Geirs- syni, Umf. Samhygð, starfsmerki UMFÍ. Sigríður Anna Guðjónsdóttir og Þuríður Ingvarsdóttir, Umf. Selfoss, voru sæmdar silfurmerki HSK. Breytingar urðu á stjórn sambandsins. Örn Guðnason varaformaður og Helga Kol- beinsdóttir gáfu ekki kost á sér til endur- kjörs. Guðríður Aadnegard var endurkjör- in formaður. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Jónasson, gjaldkeri, Anný Ingimarsdóttir, ritari, Helgi S. Haraldsson, varaformaður, og Rut Stefánsdóttir, meðstjórnandi. Í vara- stjórn eru Gestur Einarsson, Baldur Gauti Tryggvason og Olga Bjarnadóttir. Íþróttafólk í þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru innan HSK var heiðrað og úr þeirra hópi var Ragnar Ágúst Nathana- elsson, körfuknattleiksmaður úr Þór í Þor- lákshöfn, valinn íþróttamaður HSK 2015. Guðmundur Kr. valinn öðlingur ársins 2015 hjá HSK Örn Guðnason, varaformaður HSK, Guð- mundur Kr. Jónsson, öðlingur HSK 2015, og Guðríður Aadnegard, formaður HSK. Frá vinstri: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, Stefán Geirsson, Baldur Gauti Tryggvason og Kristinn Óskar Grétuson, varastjórn UMFÍ. Sigríður Anna Guðjónsdóttir, Þuríður Ingvarsdóttir og Guðríður Aadnegard, formaður HSK. Íþróttafélagið Dímon var stigahæsta félagið, Frjálsíþróttaráð HSK fékk ungl- ingabikar HSK og fimleikadeild Umf. Sel- foss hlaut foreldrastarfsbikar HSK. Þá var Guðmundur Kr. Jónsson, Umf. Selfoss, valinn öðlingur ársins. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, íþróttamaður HSK, ásamt íþróttafólki HSK, fulltrúum þeirra, og formanni og varaformanni HSK. S ambandsþing Ungmennasam- bands Borgarfjarðar var haldið 12. mars sl. í félagsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit þar sem Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar var gest- gjafar. Þingið var vel sótt og gekk vel und- ir öflugri stjórn þingforsetanna Pálma Ingólfssonar og Kristjáns Gíslasonar. Auður Inga Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, flutti kveðju frá sínu fólki og sæmdi Pálma Ingólfsson starfs- merki UMFÍ fyrir störf sín fyrir ungmenna- félagshreyfinguna í gegnum árin. Þingið var nokkuð starfssamt og voru m.a. samþykktar tillögur um ný framtíðar- markmið UMSB, forvarnastefna, jafnréttis- stefna, umhverfisstefna, siðareglur o.fl. Ljóst var fyrir þingið að talsverðar breytingar yrðu á stjórn sambandsins, en sambandsstjóri, gjaldkeri, varasambands- stjóri og varamenn þeirra gáfu ekki kost á Ný framtíðarmarkmið samþykkt á sambandsþingi UMSB sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sambandsins undanfarin ár. Upp- stillingarnefnd var að störfum fyrir þingið og kom með tillögur að nýju fólki í stjórn sem samþykktar voru á þinginu og er stjórnin nú þannig skipuð: Sambands- stjóri er Sólrún Halla Bjarnadóttir, vara- sambandsstjóri er Guðrún Þórðardóttir og varavarasambandsstjóri er Haukur Þórðar- son. Gjaldkeri er Elva Pétursdóttir og vara- gjaldkeri er Sigríður Bjarnadóttir, ritari er Þórkatla Þórarinsdóttir og vararitari er Aðalsteinn Símonarson, meðstjórnandi er Þórhildur María Kristinsdóttir og vara- meðstjórnandi er Anna Dís Þórarinsdóttir. Frá sambandsþingi UMSB sem haldið var í félagsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri UMFÍ, sæmir Pálma Ingólfsson starfs- merki UMFÍ. Fulltrúar þeirra sem fengu úthlutað styrkjum úr afreksmannasjóði UMSB.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.