Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 19
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 19 stórmerkilegur og sýndi það og sannaði að ungt fólk er tilbúið í hvaða samfélagsumræðu sem er. Slæm staða geðheilbrigðismála á Íslandi var rædd svo og þau mál sem liggja hvað mest á ungu fólki. Virðing og vinsemd einkenndi samræður og þrátt fyrir að ung- menni geti verið ósammála líkt og annað fólk þá voru þau rökföst og tilbúin til þess að læra hvert af öðru. Það er umræðuhefð sem margir aðrir þjóðfélagshópar mættu taka sér til fyrirmyndar. Við fengum til liðs við okkur sálfræðing frá kvíðamiðstöðinni, hana Steinunni Önnu Sigurjónsdóttur, til þess að hjálpa okkur við undirbúning málstofa auk þess sem hún flutti Á rsþing USÚ fór fram á Hótel Höfn 17. mars sl. Þingið var ágætlega sótt, 30 fulltrúar af 41 mættu, frá flestum félögum. Gunnar Gunnarsson, stjórnarmaður í UMFÍ, flutti ávarp og hvatti menn m.a. til að sækja um styrki til Evrópu unga fólks- ins. Hann sæmdi síðan Matthildi Ásmund- ardóttur starfsmerki UMFÍ. Á ársþingiu voru samþykktar breyting- ar á lögum Styrktar- og afrekssjóðs USÚ. Sveitarfélagið Hornafjörður mun leggja ákveðið fjármagn í sjóðinn frá og með næstu áramótum og því mun það fjár- magn sem í boði er aukast umtalsvert frá því sem hefur verið. Út af þessari breyt- ingu þurfti að breyta lögum sjóðsins. Einnig var samþykkt á þinginu reglugerð um það hvernig velja eigi íþróttamann USÚ ár hvert. Ferlið hefur ekki verið ákveð- Kristján Örn Ebenezarson nýr formaður USÚ ið undanfarin ár og því fannst stjórninni rétt að setja upp leiðbeiningar um það hvernig haga skuli valinu. Páll Róbert Matthíasson, formaður USÚ, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stað var Kristján Örn Ebenezarson kjörinn formaður. Auk Kristjáns voru Jóhanna Íris Ingólfsdóttir og Sigurður Óskar Jónsson kjörin í stjórnina. Íþróttamaður USÚ árið 2015 var út- nefnd Ingibjörg Valgeirsdóttir. Hún var markmaður meistaraflokks Sindra í knatt- spyrnu á síðasta ári. Hún var valin í U17- landslið Íslands og spilaði hún 5 leiki þar. Þegar því verkefni lauk fór hún beint í U19-landsliðið og spilaði með þeim 3 leiki í haust. Hvatningarverðlaun hlutu Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir, Birkir Freyr Elvars- son og Gísli Þórarinn Hallsson. Gunnar Gunnarsson, stjórnarmaður UMFÍ, ásamt Matthildi Ásmunds- dóttur, sem var sæmd starfsmerki UMFÍ. erindi sem fékk gríðargóðar viðtökur hjá þátt- takendum ráðstefnunnar. Voru öll ungmenn- in sammála um að stórbæta þyrfti fræðslu um geðheilbrigði í skólum og samfélaginu öllu. Í lokin sömdu þátttakendur sameiginlega ályktun þar sem kallað var eftir úrbótum á geðheilbrigðiskerfi sem byði upp á 718 barna biðlista árið 2015, meiri þátttöku ungmenna í lýðræðinu og mögulegri lækkun kosningaald- urs í 16 ár. Sú ályktun var send til fjölmiðla og stjórnmálamanna og það er von okkar að vilji og raddir ungs fólks nái eyrum samfélagsins. Ungmennaráð UMFÍ er gríðarlega stolt af árangri ráðstefnunnar Ungs fólks og lýðræðis en ekki síður af Ungmennafélaginu sjálfu fyr- ir að styrkja ungmenni til þátttöku í lýðræð- inu. Fyrir það ber að hrósa og við fögnum metnaði UMFÍ fyrir hönd ungs fólks. Fyrir hönd ungmennaráðs UMFÍ, Aðalbjörn Jóhannsson, formaður

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.