Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands E vrópa unga fólksins ásamt samstarfs- aðilum hélt ráðstefnuna Skipta raddir ungs fólks máli? Ungmennaráð: Þátt- taka og áhrif, á Hilton Reykjavík Nordica 18. febrúar s.l. Ráðstefnan var hugsuð fyrir þá sem standa að baki ungmennaráða sveitar- félaga og frjálsra félagasamtaka auk fulltrúa ungmennaráðanna sjálfra. Á ráðstefnuna voru skráðir 120 þátttakend- ur frá 22 sveitarfélögum, 20 frjálsum félaga- samtökum og 10 starfsstöðvum Reykjavíkur- borgar. Þetta voru 60 starfsmenn og sjálf- boðaliðar sveitarfélaga og samtaka og 60 fulltrúar ungmennaráða þannig að hér á vel við máltækið: „Ekkert um okkur, án okkar.“ Ráðstefnan markaði upphaf að árslöngu verkefni Evrópu unga fólksins sem miðar að því að auka færni starfsmanna sem styðja við ungmennaráð svo að festa megi þau enn betur í sessi sem sjálfsagðan vettvang fyrir þátttöku og áhrif barna og ungmenna. Ráð- stefnunni var fyrst og fremst ætlað að veita starfsfólki og sjálfboðaliðum, sem vinna með ungu fólki í ungmennaráðum eða hafa áhuga á að stofna ungmennaráð, tæki og tól til þess. Nokkur erindi voru flutt á ráðstefnunni. Unnur Helgadóttir í ráðgjafarhópi umboðs- manns barna fjallaði um það af hverju ung- mennaráð eru mikilvæg fyrir samfélagið og hvernig börn og fullorðnir geta lært hver af öðrum. Einnig fjallaði Unnur um eigin reynslu FJÖLMENN RÁÐSTEFNA UM ÞÁTTTÖKU UNGS FÓLKS Evrópa unga fólksins

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.