Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands - Finnst þér skilningur á íþróttaþátttöku vera betri í dag en áður? „Já, heldur betur. Þegar ég er að alast upp var talað um íþróttir sem eitthvað sprikl og maður nennti ekki að vinna. Síðustu 15–20 ár koma foreldarnir með krakkana í íþróttirn- ar og hreinlega segja að þau vilji að barnið sitt sé í þessu, hér er félagsskapurinn og líkamlega uppbyggingin og um leið for- varnastarf. Maður heyrir aldrei talað um það lengur að þetta sé eitthvað ónýtt sprikl sem haldi þeim frá vinnunni, það er búið sem bet- ur fer. Ég segi líka að það er auðveldara að fá sjálfboðaliða núna heldur en fyrir 20 árum. Foreldarnir vilja vinna í kringum íþróttirnar á meðan krakkarnir eru að taka þátt. Það er miklu meiri skilningur á þessari þátttöku for- eldra sem sjálfboðaliða heldur en var þótt fólk sé tregt að fara inn í stjórnir. Foreldarnir hjálpa mikið í ákveðnum afmörkuðum störf- um sjálfboðaliða sem er afar mikilvægt,“ segir Þráinn. - Þú segir að menntun þjálfara hafi stór- aukist. Á sama tíma hafa orðið straumhvörf í allri aðstöðu. Hún hlýtur að hafa hjálpað til við að auka áhugann og bæta árangurinn? „Það er ekkert sambærilegt. Þetta er allt annað líf og þar kemur þessi skilningur sem fólk hefur á mikilvæginu. Þarna finnst mér sveitarfélögin standa mun framar en ríkis- valdið í þeim efnum. Sveitarfélögin eru búin að gera miklu meira í uppbyggingunni og þau sýna meiri skilning á mikilvægi íþrótt- anna í samfélaginu en ríkisvaldið. Mér finnst til skammar hvernig ríkið stendur að íþrótta- hreyfingunni. Sveitarfélögin standa sig með sóma og eiga virkilegt hrós skilið fyrir fram- göngu sína,“ segir Þráinn. - Nú vilja margir meina að unglingar séu undir miklu álagi í íþróttum. Ertu sammála því? „Nei, ég er ekki sammála því. Almennt séð er miklu frekar skortur á hreyfingu hjá börn- um og unglingum. Of mikið álag er í fáeinum tilfellum hjá einhverjum afburðakrökkum sem eru keyrð alltof skarpt í einhverri keppni í mörgum flokkum eins og ég kom inn á fyrr í viðtalinu. Almennt séð er skortur á hreyfingu frekar en hitt. Það vantar meiri hreyfingu eins og var í gangi þar sem krakkar geta farið út að leika sér og hreyft sig á sínum eigin for- sendum. Við erum búin að ala þau upp frá leikskólaaldri í skipulögðum römmum alveg endalaust. Þau eiga því erfitt með að höndla frjálsræðið og búa til eitthvað sjálf. Það finnst mér svolítill munur á miðað við það þegar maður var ungur sjálfur. Íþróttaæfingarnar eru mun betri og skipulagningin allt önnur, íþróttatímarnir í skólanum eru ágætir en þeir fullnægja samt ekki þessari þörf fyrir hreyf- ingu. Krakkarnir þurfa einfaldlega meiri hreyf- ingu að mínu áliti. Í ofanálag er fyrst fremst hjá einhverjum afmörkuðum hópi sem við erum að keyra of skarpt í afreksíþróttir of snemma. Fullorðinsæfingar of snemma, sér- hæfðar æfingar of snemma, keppa of mikið, fara á mis við grunnþjálfunina, keppa með mörgum flokkum og svo eru foreldrar og þjálfarar að gera allt of miklar kröfur á ein- hverja keppnisútkomu hjá allt of ungum börnum. Þá kemur hætta á ofálagi og stressi og öðru slíku. Ég er búinn að sjá mjög mörg dæmi þess að börn og unglingar sem eru keyrð allt of skarpt hverfa og sjást aldrei aftur í íþróttum. Það er búið að gera allt of miklar kröfur snemma og þau ráða ekki við stressið og álagið af því að hafa alla fjölskylduna og þjálfarann á bakinu.“ - Hvernig líst þér á framhaldið, börn og unglingar í íþróttum? „Mér líst mjög vel á framhaldið og það er stöðugt að koma inn fleira fólk sem kann þetta vel, þjálfararnir eru vel menntaðir, aðstaðan er alltaf að verða betri og skilning- urinn í samfélaginu meiri. Ég sé ekkert ann- að en bjartsýni fram undan. Það koma svona tískufyrirbrigði sem trufla okkur og við þurf- um að bregðast við tölvunotkuninni og sím- unum. Hlutverk okkar í samfélaginu er því enn mikilvægara þegar eitthvað svona dynur yfir. Þá er enginn betri en íþróttahreyfingin til að taka á því,“ sagði Þráinn. Sveitarfélögin eru búin að gera miklu meira í upp- byggingunni og þau sýna meiri skilning á mikilvægi íþróttanna í samfélaginu en ríkisvaldið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.