Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 1 Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir úr Gróttu og júdómaðurinn Axel Krist- insson úr Ármanni voru útnefnd íþróttafólk Seltjarnarness. Kjörið var í umsjón íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness og fór fram í 23. skipti. 2 Íþróttakona Mosfellsbæjar var kjörin Eva Einarsdóttir, skotfimikona, og Reynir Örn Pálmason, hestaíþróttamaður, var kjörinn íþróttakarl Mosfellsbæjar. 3 Finnur Ingi Sölvason úr Hestamanna- félaginu Glæsi var útnefndur íþrótta- maður Fjallabyggðar en það voru Kiwanis- klúbburinn Skjöldur og Ungmennasamband Fjallabyggðar (UÍF) sem stóðu að valinu. 4 Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúels- son úr KFA var valinn íþróttamaður Akureyrar en kjörinu var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Íþróttaráðs Akureyrarbæjar. 5 Helgi Guðjónsson, knattspyrnumaður, var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar annað árið í röð. 6 Ólöf María Einarsdóttir, kylfingur Golf- klúbbnum Hamri á Dalvík, var kjörin íþróttamaður Ungmennasambands Eyja- fjarðar en kjörinu var lýst í Laugaborg í Eyja- fjarðarsveit. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. 7 Íþróttamenn Garðabæjar eru Andrea Sif Pétursdóttir, fimleikakona úr Stjörnunni, og Dagfinnur Ari Normann, kraftlyftingamað- ur úr Stjörnunni. 8 Fanndís Friðriksdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, og Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Ösp/Fjölni, voru kjörin íþrótta- kona og íþróttakarl Kópavogs. 9 Logi Gunnarsson, körfuboltakappi, og Sunneva Dögg Friðriksdóttir, sundkona, voru valin íþróttafólk Ungmennafélags Njarðvíkur. 10 Þorbergur Ingi Jónsson var kosinn Íþróttamaður UFA. Hann var einnig valinn frjálsíþróttakarl ársins hjá FRÍ. 11 Ísólfur Líndal Þórisson, Hestamanna- félaginu Þyt, var útnefndur íþrótta- maður ársins hjá Ungmennasambandi Vestur-Húnvetninga. Þetta er fjórða árið í röð sem Ísólfur hlýtur þessa útnefningu. 1 Íþróttafólk ársins 2015 hjá sveitarfélögum vítt og breitt um landið 2 3 4 5 78 9 10 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.