Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 15
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 15 Sabína Steinunn Halldórs- dóttir, verkefnisstjóri Hreyfiviku UMFÍ: Finnum fyrir miklum meðbyr „Við stefnum að því að enn fleiri taki þátt í verkefninu með okkur í vor. Það voru 55 þétt- býlisstaðir sem tóku þátt í fyrra en við von- umst til að hækka þá tölu enn frekar í ár. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í verkefninu en síðast en þeir fóru yfir 40 þúsund. Markmið okkar er að bæta jafnt og þétt í fram til ársins 2020. Við finnum fyrir miklum meðbyr en mikil og góð umræða er almennt í samfélaginu um lýðheilsu. Fólk finni sér sína uppáhaldshreyfingu og taki þátt í ein- hverju sem bætir andlega, félagslega og líkamlega líðan,“ sagði Sabína Steinunn. Hún segir að Hreyfivikan verði með svip- uðum hætti og í fyrra að því breyttu að stefnt verði á að bæta við þátttakendum en nú er félagið komið með sterkan bakhjarl sem ætlunin er að gera stóra hluti með. „Markmiðið með Hreyfivikunni hefur alltaf verið að hún verði komin út um allt land fyrir 2020 og með því að taka þetta í litlum skref- um sjáum við fram á það að ná breiðari þátt- töku. Ég hef gríðarlega trú á verkefninu. Það er eitt rétt í þessu og því mikilvægt, að allir finni sér eitthvað við hæfi og auki hreysti okkar Íslendinga og almenna vellíðan. Það er markmið okkar,“ sagði Sabína Steinunn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.