Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.01.2016, Blaðsíða 29
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 29 „Í beinu framhaldi af þessu gerðum við samning við Borgarbyggð í formi aukinna styrkja og þjónustu sem við veitum sveitar- félaginu. Það gerði okkur kleift að ráða fram- kvæmdastjóra í fullt starf. Fyrir rúmu ári tók- um við að okkur enn fleiri verkefni á vegum sveitarfélagsins með yfirstjórn með tóm- stunda- og íþróttaskólanum. Það fór vel af stað, við þurftum reyndar að skipta um starfs- mann en annar var ráðinn nú um síðustu ára- mót. Úr því að vera lítið héraðssamband í hálfu starfi fórum við upp í tvo starfsmenn og erum komnir með húsnæði sem sveitar- félagið skaffar okkur. Aðrir starfsmenn ann- arra íþróttafélaga eru þar einnig undir sama þaki. Menn eru því hættir að vera einir úti í horni sem er mjög góð þróun. Menn eiga nú meira samstarf og mér sýnist það hægt og sígandi vera að takast vel. Við skulduðum tölu- vert þegar við byrjuðum á þessari vegferð en í dag skuldum við ekki neitt. Allir fjármunir okkar fara því í rauninni í starfið sjálft. Við erum ennfremur að stórauka styrki til afreks- manna en sem dæmi fórum við að veita 150–200 þúsund krónur fyrir fjórum árum. Á næsta ári höfum úr að spila rúmri milljón í þann málaflokk. Þegar maður horfir til baka og síðan fram á veginn er ljóst að það hafa verið tekin mörg skref í þá átt að gera starfið enn öflugra og betra, auka samvinnuna og bæta fjárhagslega nýtingu í leiðinni. Það held ég að sé bara nokkuð góður árangur. Það voru skiptar skoðanir um það meðal aðildar- félaga okkar hvort við værum að fara rétta leið en ég held að þær efasemdarraddir hafi þagnað smám saman,“ sagði Sigurður. Starfsemi aðildarfélaganna mjög breytileg Aðspurður um hvernig starfsemin úti í aðild- arfélögunum gengi sagði Sigurður hana ganga nokkuð vel og hún væri í rauninni margs konar. „Starfsemin nær yfir stórt svæði, raunar yfir í þrjú sveitarfélög. Starfsemi aðildarfélag- anna er mjög breytileg, allt frá því að vera mjög lítil yfir í félög sem eru að sinna mjög breiðri starfsemi á sviði íþrótta- og félags- mála. Ég hef haft þá skoðun að það þyrfti að horfa á þessi félög út frá tveimur meginþátt- um, íþróttum og öðrum félagsmálum. Ef Borgarnesi verslunarmannahelgina 29.– 31. júlí 2016 árangri ætti að ná yrðu íþróttirnar í rauninni undir hatti sérfélaga sem myndu einblína á hverja íþróttagrein fyrir sig. Mér sýnist þróun- in vera í þá átt og félögin vinna um leið betur saman,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að þegar hann kom fyrst inn í starfsemina hjá UMSB hefði þurft að taka snúning á ýmsu því að honum hefði fundist hún ómarkviss að mörgu leyti. „Mörg félög voru að gera hið sama og mikil krafa um að hin ýmsu félög sinntu einhverj- um ákveðnum íþróttagreinum umfram aðrar sem mér fannst frekar rangt þótt hlutverk ung- mennafélagsins sé eftir sem áður að styðja við nýjar greinar og koma þeim á koppinn. Það bíða okkar alltaf krefjandi verkefni og ef menn vilja aldrei neinu breyta þá tekst þeim aldrei að bregðast við því.“ Allir leggjast á eitt – Fram undan hjá ykkur er stórt verkefni, sjálft Unglingalandsmótið. Hvernig leggst það í ykkur? „Undirbúningur gengur bara vel og allir leggjast á eitt svo að mótið eigi eftir að ganga að óskum. Það var afar ánægjulegt að fá mótið hingað í Borgarnes og mjög spenn- andi fyrir okkur,“ sagði Sigurður. Þess má geta að Sigurður lét af störfum sem sambandsstjóri UMSB á nýafstöðnu þingi sambandsins. Við keflinu tók Sólrún Halla Bjarnadóttir. Hluti af keppendum UMSB á Unglingalandsmóti á Akureyri 2015. Kvennalið Umf. Skallagríms í körfubolta.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.