Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 11
 S K I N FA X I 11 Mikil ánægja með dvölina! Í lok hverrar viku fá nemendur og kennarar tækifæri til að segja frá upplifun sinni bæði í Skólabúðunum og Ungmenna- búðunum. Kátína er greinilega mikil og upplifunin góð. „Þetta var æðislegt ævintýri!“ „Frábær matur – 10/10“ „Mesta áskorunin var að fara út fyrir þægindarammann.“ „Mér hefur liðið æðislega hérna!“ „Það besta var að eignast nýja vini og kynnast nýju fólki.“ UMFÍ hefur yfir töluverðu húsnæði að ráða bæði á Reykj- um og Laugarvatni. Eitt hús er á Laugarvatni auk aðstöðu í sund- laug og íþróttahúsi, sem framkvæmdir hafa staðið yfir í. Til saman- burðar eru fjögur hús á Reykjum, þar af tvö undir heimavistir, stórt mötuneyti, íþróttahús, sundlaug og ýmis önnur aðstaða. Forsvarsfólk aðildarfélaga UMFÍ og fleiri geta leigt aðstöðu bæði í Skólabúðunum á Reykjum og í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Búðirnar á Laugarvatni hafa verið einkar vinsælar til útleigu í sumar. Þar voru m.a. æfingabúðir Íþróttaakademí- unnar og ýmsir íþróttatengdir viðburðir, sumarbúðir Íþrótta- sambands fatlaðra og sumarbúðir KVAN. Skólabúðirnar á Reykjum eru fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla, sem dvelja þar fimm daga í senn. Rúm eru fyrir um 120 nemendur og koma því 3.200 nemendur af öllu landinu þetta skólaárið í búðirnar bæði fyrir og eftir áramót. Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni eru fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla og dvelja þeir þar í jafn langan tíma. Pláss er fyrir um 80 nemendur og koma því um 2.000 nemendur af öllu landinu í búðirnar. Um fyrirspurnir og bókanir sér Sigurður Guðmundsson forstöðu- maður. Sími 861 3379. Netfang siggi@umfi.is legar umbætur á húsnæðinu og húsgögnum. Ermar voru brettar upp og ráðist í verkið af miklum krafti. Fyrstu nemendurnir komu síðan í Skólabúðirnar á Reykjum þegar skólaárið hófst í lok ágúst. Sigurður segir aðsóknina afar mikla og allt hafi gengið vel þrátt fyrir stuttan aðdraganda. „Þetta var auðvitað stuttur fyrirvari og þess vegna má alveg líta á Reyki sem þróunarferli. Við aðlögum okkur eftir hverjum hópi og starfs- fólki og komum til móts við alla og erum að setja brag UMFÍ í meiri mæli á starfið. Við verðum að gefa okkur tíma til að móta starfið og ná því í þann fasa sem við viljum hafa það í. Þeir nemendur og starfsfólk skólanna sem hafa komið til þessa hafa sýnt þolinmæði og skilning á þessu. En þau sem koma eru í skýjunum yfir því hvað þetta er frábært. Af því að hér er ungmennafélagsandinn leiðarljósið gengur allt miklu betur – ekki síst þar sem við erum líka með gott starfsfólk á báðum stöðum. Það gerir gæfumuninn,“ segir hann og bætir við að aðsóknin í bæði Skólabúðirnar á Reykjum og í Ungmennabúðirnar á Laugar- vatni sé gríðarlega mikil, færri komist að en vilji.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.