Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 38
38 S K I N FA X I Þú hefur nýlega keypt þér götureiðhjól, hjóla- fataskápurinn er kominn á sinn stað og hjóla- skórnir tilbúnir til að smella þeim í pedalana. Þú hugsar kannski: „Hvernig í ósköpunum er best að fara af stað í þjálfuninni?“ Í þessari grein, sem fengin er af danska VoresPuls-vefnum, er reynt að sýna hvernig þú getur byrjað og hvernig þú getur komist vel af stað. Hjólaþjálfun á vegum snýst nefni- lega ekki bara um að hjóla nokkra kílómetra. Eins og með svo margt annað er mælt með að þú byrjir á sjálfum þér. Hvað ætlar þú þér með keppnishjólinu þínu? Ef þú hefur fjárfest í keppnisreiðhjóli hefurðu líklega í huga hvað þú ætlar að nota það í. Kannski er markmiðið að komast í betra form, léttast eða taka þátt í hjólakeppni en kannski finnst þér bara gaman að hjóla. Þú keyptir alla vega ekki dýrt keppnishjól til að láta það standa ónotað. Skilvirkasta þjálfunin fyrir þig byggist að miklu leyti á markmiðum þínum og þeim tíma sem þú hefur til þjálfunar. Því er gott að gera sér ljóst hverju þú vilt ná með þjálfuninni og hversu miklum tíma þú ætlar að eyða í hana. Það er alltaf gott að finna aðra einstaklinga sem eru í sömu sporum og þú til að hjóla með. Þó að ekki séu enn sem komið er margir hjól- reiðaklúbbar hér á landi má alltaf finna einhverja sem hafa sama áhugamál. Burtséð frá persónu- legu markmiði þínu og hvort þú ætlar að hjóla með öðrum eða ekki byrja allir byrjendur frá grunni. Svona byrjar þú Hjólaþjálfun á vegum er að miklu leyti líkams- ræktarþjálfun. Í öðrum greinum hjólreiða skipa styrkur og tækni stórt hlutverk en á veginum er það fyrst og fremst líkamlegt form sem skipt- ir máli. Ef þú ert vanur því að vera virkur og stunda íþróttir, eins og hlaup eða sund, stend- urðu betur að vígi sem byrjandi, því þá ert þú líklega þegar í góðu líkamlegu formi. Burtséð frá því hvort þú ert að byrja frá grunni eða ekki er mælt með rólegri byrjun. Í byrjun geturðu haft hverja æfingu innan við klukku- tíma. Gefðu þér góðan tíma til að kynnast hjól- inu, finndu þægilega stöðu, lærðu vel á gíra og bremsur og hjólaðu bara hægt og rólega með fótunum. Í framhaldinu getur þú smám saman byrjað að lengja æfingatímann og auka styrkinn. Vertu óhræddur við að henda þér í allt að tveggja tíma æfingar. Tveir tímar af þolþjálfun Keppnishjólreiðar sem líkamsrækt – Svona getur þú byrjað þjálfunina Hvernig er best fyrir nýliða að hefja þjálfun í keppnishjólreiðum? Hér eru nokkur góð ráð til að byrja á götunum. hljóma kannski eins og full mikil ákefð, en hjól- reiðaþjálfun þarf alls ekki að vera svo erfið. Öfugt við til dæmis hlaup miðast hjólreiða- þjálfun mikið við fæturna. Efri hluti líkamans þarf bara að halda líkamanum stöðugum á meðan fæturnir vinna verkið. Yfirleitt setur því hálftíma hlaupaþjálfun meira álag á líkamann en hálftími á keppnishjólinu. Hjólreiðaþjálfun er eins erfið og þú gerir hana. Það segir sig líka sjálft að það þarf að vera erfitt öðru hvoru ef þú vilt fá sem mest út úr þjálfuninni. Stöðug þjálfun er mikilvæg Í byrjun finna margir að þeir eru fljótir að bæta sig. Ef þú byrjar vel og æfir reglulega muntu líklega taka eftir því að þú bætir þig, ef ekki frá viku til viku, þá frá mánuði til mánaðar. Þú getur hjólað aðeins erfiðar og aðeins lengur og hjólreiðarnar verða auðveldari í heildina. Þegar þú hjólar ert þú að mestu leyti að þjálfa loftháð kerfi líkamans. Þetta þýðir að þú bætir getu líkamans til að framleiða orku með súrefni. Þýtt á hjólreiðaþjálfun þýðir þetta að vöðvarnir verða betri í að taka upp og vinna með súrefni og geta því unnið lengur og á meiri hraða. Þú getur því hjólað hraðar og lengur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.