Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 28
28 S K I N FA X I „Við vorum búin að undirbúa mótið vel og lengi og síðan gekk það alveg glimrandi vel,“ segir Guðríður Adnegaard, formað- ur Héraðssambandsins Skarphéð- ins (HSK). Hún og Þórir Haralds- son, formaður Unglingalands- mótsnefndar, endurtóku sömu vinnuna og gengu sömu sporin þrjú árin í röð, því alltaf var verið að fresta Unglingalandsmótinu af völdum kórónuveirufaraldursins. Allur undirbúningur var langt kominn árið 2020 og aftur 2021 þegar mótunum var frestað. Það gekk loksins þetta árið, enda veiran á undanhaldi með tilheyrandi gleði hjá þátttakendum og öðrum gestum mótsins, sem voru orðnir óvanir því að taka þátt í fjöldaviðburðunum. Allt fyrir fjölskylduna Selfosshöllin stóra, nýja fjölnota íþróttahúsið á íþróttavellinum, nýttist afar vel á mótinu. Þar inni hafði frjálsíþróttafólk aðstöðu, þar fóru Gleðin við völd á Unglingalandsmóti UMFÍ nokkrar greinar fram og þar var leikjagarður fyrir yngstu mótsgestina. Guðríður sagði það því í raun lán í óláni að Unglingalandsmótið hefði frestast síðastliðin tvö ár. Húsið hefði ekki verið risið árið 2020 og ekki búið að taka það í notkun árið 2021. „Ef við lítum á björtu hliðarnar var þetta eins og himnasending, enda fundu allir eitthvað við sitt hæfi í húsinu. Fullorðnir og börn komu þangað til að leika sér saman,“ segir hún en bætir við að augljóst sé af frestunum að þrír árgangar hafi orðið af mótinu. Það sé sorglega staðreyndin, því þetta sé góð og heilbrigð skemmtun. Jaðargreinar slógu í gegn Guðríður var í hringiðunni alla verslunarmannahelgina og kíkti á nán- ast allar þær greinar sem í boði voru. „Mér fannst spennandi að sjá að sumar greinar, þær sem við köllum jaðargreinar, eru að ná mikilli og góðri fótfestu. Greinar eins og bog- fimi og strandblak, svo maður tali ekki um kökuskreytingar, voru með fjölmennustu greinunum,“ segir hún og rifjar upp gleðina í andlitum mótsgesta, sem voru til fyrirmyndar. „Fólk brosti og ánægja skein af hverju andliti.“ Næsta Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina 2023. Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Selfossi um verslunarmannahelgina eftir tveggja ára hlé. Formaður HSK segir afar ánægjulegt að tekist hafi að halda mótið. Vinsældir nýrra greina komu á óvart. Guðríður Aadnegard, formaður Héraðssambandsins Skarphéðins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.