Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 8
8 S K I N FA X I Margrét Kristinsdóttir tók við sem fram- kvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra á Höfn í Hornafirði í júní. Hún segir ríka kröfu um að iðkendur fái faglega þjálfun en það sé kostnaðarsamt og setji rekstri íþróttafélaga skorður. „Stjórnendur íþróttafélaga standa held ég flestir frammi fyrir þeirri áskorun að reyna að halda þjálfun í hæsta gæðaflokki með góðum þjálfurum. Á sama tíma þarf að reka félögin eins og fyrirtæki með öllum sínum kostum og göllum. Þetta er í raun viðfangsefni allra stjórn- enda,“ segir Margrét Kristinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra á Höfn í Hornafirði. Góð þjálfun kostar sitt „Þeir sem reka íþróttafélög standa frammi fyrir ýmsum áskorunum, krefjandi málum sem stjórnendur fyrirtækja standa almennt ekki frammi fyrir. Við þurfum sem dæmi að greiða menntuðum þjálfurum góð laun. Frístunda- styrkir og hvatagreiðslur duga ekki til. Við urð- um að hækka æfingagjöldin hér á Höfn í haust til að standa undir launakostnaði. Þegar það gerist eru foreldrarnir að láta fé af hendi rakna svo að íþróttafélagið geti látið enda ná saman,“ segir Margrét og bætir við að slík þróun geti haft heldur neikvæðar afleiðingar í för með sér. „Við viljum að börnin okkar fái gæðaþjálfun og góða umgjörð. Það er alveg hætt við því að ekki geti allir foreldrar staðið undir hærri æfingagjöldum barna sinna. En það gengur þvert á væntingar okkar um að öll börn hafi Fleiri nýir stjórnendur Margrét Kristinsdóttir er einn fjölmargra nýrra stjórnenda innan íþrótta- og ung- mennafélagshreyfingarinnar. Hér eru nokkur þeirra sem hafa tekið við á árinu. Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður Íþrótta- bandalags Akraness Snjólaug M. Jónsdóttir, formaður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga Óskar Þórðarson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar Magnea Dröfn Hlynsdóttir, formaður Héraðssambands Strandamanna Lára Ósk Pétursdóttir, formaður Héraðssambands Vestfirðinga Jón Sverrir Sigtryggsson, formaður Héraðssambands Þingeyinga Bjarney Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar Klara Bjarnadóttir, formaður Ungmennafélags Grindavíkur Grétar Eggertsson, framkvæmdastjóri Umf. Aftureldingar í Mosfellsbæ Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar í Garðabæ Há æfingagjöld geta leitt til stéttaskiptingar í yngri flokkum jöfn tækifæri. Þegar foreldrarnir geta ekki staðið undir útgjöldunum til íþróttafélaganna getur það leitt til stéttaskiptingar, sérstaklega í yngri flokkum. En það viljum við auðvitað ekki sjá, enda eigum við að leyfa öllum börn- um að njóta sömu tækifæra,“ segir Margrét, sem mælir með því að ríki og sveitarfélög finni leiðir til að leggja meira fjármagn til reksturs íþrótta- og ungmennafélaga. Það sé sam- félagsleg ábyrgð þeirra. Leitum nýrra leiða Margrét bendir á að margar nýjar leiðir hafi verið farnar sem geti bætt fjárhagsgrundvöll félaganna. Þar á meðal eru breytingar á lög- um um almannaheillafélög og skattafrádrátt- ur til einstaklinga og fyrirtækja vegna fram- laga til félaga, sem geta styrkt fjárhagslega umgjörð rekstrarins verulega. Þessar leiðir hafa ekki verið nýttar að ráði, enda mögu- leikarnir sem felast í þeim lítið verið kynntir, að mati Margrétar. „Félögin hafa sett þetta inn á síðurnar sín- ar. En það þarf að gera betur og gera átak í að kynna það betur. Á sama tíma getur íþrótta- hreyfingin líka byggt upp nýjan strúktúr, kom- ið með hugmynd með ríki og sveitarfélögum að umgjörð sem bætir reksturinn,“ segir hún að lokum. Margrét Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.