Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 36
36 S K I N FA X I „Að mínu mati heppnaðist hlaupið afar vel. Öll sem komu að undirbún- ingi þess eiga hrós skilið, félagar í skokkhópum Álftaness og Garða- bæjar, fulltrúar UMFÍ og UMSK og annað gott fólk,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann tók fullan þátt í Forsetahlaupi UMFÍ, sem haldið var í fyrsta sinn á Álftanesi 3. september. Þetta var fyrsta skiptið sem hlaupið er haldið og markaði það lok íþróttasumars og íþróttaveislu UMFÍ. Rúmlega tvö hundruð þátttak- endur voru skráðir í hlaupið, þar sem annars vegar var í boði að hlaupa eina mílu, eða rétt rúma 1,6 kílómetra, og hins vegar fimm kílómetra. Fyrra hlaupið var sprettur við Íþróttamiðstöðina og næsta nágrenni. Hinn var öllu lengri og náði að hlaðinu á Bessastöðum, þar sem hlaupararnir sneru við. Guðni Th. var á meðal þeirra sem tóku þátt í báðum hlaupavega- lengdunum en afhenti jafnframt verðlaun í fjórum flokkum karla og Forseti Íslands: Takk fyrir mig! Forsetahlaup UMFÍ var ein af nýjungunum í Íþróttaveislu UMFÍ. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir hlaupið hafa heppnast afar vel og naut hann þess að skokka með grönnum sínum. „Ég hvet öll þau sem á því hafa tök að hreyfa sig á þann hátt sem mesta gleði vekur, með því að ganga eða hlaupa, æfa íþróttir eða arka á fjöll. Lýðheilsa er eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans.“ kvenna og ungmennaflokki. Að hlaupi loknu var öllum þátttakendum boðið upp á pylsur og með því til að kæla sig niður, enda veðrið afar gott. Guðni naut þess að skokka með grönnum sínum á nesinu og mörg- um fleirum. „Öll tókum við þátt á eigin for- sendum, sum til að hlaupa sem hraðast og ná sem bestum tíma, önnur til þess að njóta hreyfingar og félagsskapar. Ekki skemmdi fyrir að veðrið var frábært og að hlaupi loknu gátu keppendur og aðrir viðstaddir brugðið á leik, notið hressingar eða bara spjallað við mann og annan. Sem sagt: Takk fyrir mig og ég hvet öll þau sem á því hafa tök að hreyfa sig á þann hátt sem mesta gleði vekur, með því að ganga eða hlaupa, æfa íþróttir eða arka á fjöll. Hreyfing getur aðeins aukið vellíðan og lýðheilsa er eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans,“ segir hann.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.