Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 39
 S K I N FA X I 39 Vorespuls.dk Á vefnum vorespuls.dk má finna margs konar upplýsingar um hjólreiðar og hvernig best er að æfa þær. Hjálpaðu fjórfætta vini þínum að líða betur með sérhönnuði fóðri. HELP fóðrið er bæði til fyrir hunda og ketti! JOSERA HELP - BÚIÐ TIL AF DÝRALÆKNUM VIÐ HJÁLPUM ÞVÍ ÞÚ SÝNIR UMHYGGJU NÝTT! JOSERA HELP Joserabúðin I Ögurhvarfi 2 I joserabudin@joserabudin.is I joserabudin.is Ef þú finnur að þú kemst í betra form með því að hjóla er það vegna þess að þú hefur þjálfað loftháð kerfi líkamans. Þú munt ekki endilega sjá að fótavöðvarnir séu orðnir stærri eða sýnilegri, en blóðrásin hefur eflst og það er það sem skiptir máli. Það tekur tíma að ná loftháðum framförum en því miður endast þær ekki að eilífu. Ef þú hættir að æfa fer loftháð kerfi líkamans hægt og rólega aftur á upphafsstaðinn og þú verður í verra formi. Ef þú hættir að ögra líkama þín- um líkamlega kemstu ekki í betra form. Hjól- reiðaþjálfun snýst því að miklu leyti um að vera þrautseigur og æfa stöðugt yfir lengri tíma. Sagt er að áhrifaríkara sé að æfa nok- krum sinnum í viku í styttri tíma í einu heldur en að keyra eina langa æfingu öðru hvoru. Ef þú vilt hjóla í þrjá tíma á viku færðu meira út úr því að æfa vel í eina klukkustund í senn þrisvar í viku frekar en að æfa þrjá tímana einu sinni í viku. Þannig leggur þú stöðugt áherslu á loftháða kerfið þitt og þvingar líkamann til að bæta sig. Hugaðu að mat og drykk Eins og áður hefur komið fram er vissulega hægt að hjóla í tvo tíma í senn, jafnvel fyrir þá sem eru tiltölulega nýlega byrjaðir að æfa. Það krefst þess einfaldlega að orkubirgðir þínar séu nægilega fylltar. Þegar líkaminn vinnur loftháð notar hann næringarefnin úr matnum til að búa til orku til að stíga pedalana. Stærstur hluti orkunnar kemur frá bruna kol- vetna en fita er einnig orkugjafi. Af því meiri styrkleika sem þú hjólar, þeim mun meiri hluti orkunnar kemur frá bruna kolvetna. Fyrir byrj- endur eru kolvetni venjulega aðalorkugjafinn. Þetta ferli er alveg eðlilegt. „Vandamálið“ er bara að birgðir okkar af glýkógeni, eins og kolvetnabirgðir í vöðvum eru kallaðar, eru frek- ar takmarkaðar. Ef þú hjólar á styrk þar sem lang stærstur hluti orkunnar kemur frá kolvetn- um getur líkaminn orðið orkulaus eftir einn og hálfan til tvo tíma. Flestir þjálfaðir hjólreiða- menn þekkja þá tilfinningu sem „að verða kalt“. Mikilvægt er því að þú fyllir á orku meðan á æfingunni stendur – og áður en þú heldur af stað. Ef æfingin er lengri en einn og hálfur klukkutími er mælt með því að þú neytir á bil- inu 30–60 g af kolvetnum á klukkustund með- an á æfingunni stendur. Þú getur gert þetta annaðhvort í formi vökva eins og orkudrykks eða fastrar fæðu eins og banana, kolvetnaríks brauðmetis eða orkustangar. Auk þess er auðvitað mikilvægt að tankur- inn sé vel fylltur áður en lagt er af stað. Það er ekki að ástæðulausu að haframjöl, pasta og hrísgrjón hafa lengi verið þekkt sem klass- ískur „hjólreiðamatur“, því þau matvæli eru rík af góðum kolvetnum. Vökvi er líka mikilvægur fyrir frammistöðu þína. Þegar þú hjólar missir þú vökva í formi svita og með útöndun. Einstaklingsbundið er hversu mikið hver þarf að drekka til að vinna upp vökvatapið og fer það auðvitað líka eftir erfiðleikastiginu. Þú getur haft það sem þumalputtareglu að reyna að drekka hálfan til heilan lítra á klukku- stund en það getur stundum verið erfitt að muna að drekka nóg. Reyndu að venjast því að taka einn eða tvo sopa úr brúsanum á 10– 15 mínútna fresti þannig að þú fáir stöðugt smá vökva meðan á æfingunni stendur. Vatn er mjög gott, en ef þú svitnar mikið eða ef þú þarft að hjóla lengi eða af ákefð ættir þú að íhuga að bæta við söltum eða nota orkudrykk með kolvetni í brúsanum. Aðildarfélög Brettafélag Hafnarfjarðar Hjólreiðafélag Akureyrar Hjólreiðafélagið Bjartur Hjólreiðafélagið Tindur Hjólreiðafélag Reykjavíkur Íþróttafélagið Höfrungur Íþróttafélagið Vestri Knattspyrnufélagið Víkingur Siglingaklúbburinn Drangey Sundfélag Hafnarfjarðar Sundfélagið Ægir Umf. Afturelding Umf. Breiðablik Umf. Grindavíkur Umf. Njarðvíkur 3N

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.