Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 32
32 S K I N FA X I F élag áhugafólks um íþróttir aldraðra var stofnað árið 1985. Það voru ákafir áhugamenn sem stóðu að verkefninu undir forystu Guðrúnar Níelsen. Mikil og blóm- leg starfsemi hafði verið í félaginu um fjórtán ára skeið þegar ég kom að því á aðalfundi haustið 1999. Þar var ég tilnefndur varaformað- ur félagsins og gegndi því hlutverki til síðasta fundar, sem haldinn var 23. febrúar árið 2018. Markmið félagsins var frá upphafi að vinna að vellíðan aldraðra með iðkun leikfimi, sunds og annarra íþrótta og stuðla að menntun leið- beinenda. Jafnframt skyldi breiða út íþróttir aldraðra og stuðla að framkvæmd rannsókna um heilsufræðilegt gildi íþróttaiðkunar aldr- aðra, afla niðurstaðna slíkra rannsókna og kynna þær. Fyrstu 14 árin Fyrstu árin hjá FÁÍA einkenndust af námskeiða- haldi fyrir leiðbeinendur í Reykjavík, farið var í ratleiki, Íþrótta- og leikjadagar voru haldnir árlega á hverjum öskudegi frá árinu 1987, boð- ið var árlega upp á Sæluviku á Laugarvatni um níu ára skeið frá árinu 1989, sunddagar og skemmti- og fræðslufundir voru haldnir árlega auk hópleikfimisýningar sem var á Íþróttahátíð ÍSÍ árið 1990. Leiðbeinendanámskeið Þungamiðja starfsemi okkar var leiðbeinenda- námskeiðin sem haldin voru í Reykjavík. Á ára- bilinu 1986 til 2013 voru þau haldin nítján sinn- um. Leiðbeinendur voru bæði innlendir og erlendir, fremstu fagmenn á sviði heilbrigðis- mála. Við í félaginu fundum fyrir innilegri þörf fyrir námskeiðin, enda sóttu þau að jafnaði 30 til 130 þátttakendur. Öskudagshátíðin var haldin árlega allar göt- ur frá árinu 1987. Þar komu saman hópar frá félagsmiðstöðvum í Reykjavík og nágrenni, leikflokkar, kórar, fimleikafólk og dansflokkar og skemmtu sér og sýndu hversu margir mögu- leikar væru til að láta sér líða vel og leika sér saman. Með öldruðu fólki við íþróttastörf í áhugamannaliði. Finnum við öll mikla framkvæmdaþörf með fræðslu á heilsufarssviði. Kynnisferðir og námskeið á landsbyggðinni Mér varð strax ljóst að fram undan voru mörg spennandi verkefni. ÍSÍ veitti okkur myndarleg- an framkvæmdastyrk. Þetta var djörf áskorun til okkar að vinna vel og standa undir þeim væntingum sem fjárstyrkurinn veitti. Með þetta fjármagn í höndum auk árlegs styrks frá ríkinu og Reykjavíkurborg gátum við unnið að kynningu og námskeiðum um allt land. Okkur var ekki til setunnar boðið. Á næstu 18 árum höfðum við kynningu á 90 félagsmiðstöðvum eldri borgara á yfir 50 stöðum á landinu. Meðal verkefna voru boccia, pútt, dansar, leikfimi með hjálpartækjum, boltaleikir, spilaborð- keppni, vatnsleikfimi, almenn heilsufræði og miðlun upplýsinga um gildi hreyfingar. Leið- beinendur fengu kennslu- og fræðslugögn sem tengd voru þessum verkefnum. En þessu var betur lýst í eftirfarandi stöku: Íþróttir ljúfar í leikjum og dönsum með ljóðin og sönginn er fjarlægja kvíðann. Stöðugt við margs konar athöfnum önsum sem auka við gleði og betri líðan. Starfsemi okkar og vinnuaðstaða FÁÍA gjör- breyttist árið 2000 þegar við fengu vinnu- og skrifstofuaðstöðu hjá UMFÍ. Þar voru allar að- stæður eins og best var kosið. Fyrrverandi for- menn UMFÍ, Hafsteinn Þorvaldsson og Pálmi Gíslason, hófu ásamt undirrituðum samtímis að sinna eldri ungmennafélögum. Þar með féllu verkefnin að hluta til í sama farveg. Sam- starfið og samveran opnaði nýjar víddir í verk- efninu. Við fengum ómetanlega fyrirgreiðslu hjá starfsfólki UMFÍ, góð ráð og ágætan félagsskap. Brátt fór starf okkar í kynnisferðunum að bera árangur. Vaxandi áhugi eldri borgara víða um landið kom í ljós. Við komum með FÁÍA hreyfing og heilsufar Hjörtur Þórarinsson hefur um árabil verið einn af öflugri einstaklingum innan ungmennafélagshreyfingar- innar. Hann var virkur félagi í Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) um tuttugu ára skeið, en félagið var lagt niður árið 2018. Hjört langaði til að rifja upp sögu félagsins og hefur sett saman nokkra punkta. verkefni og sýningaratriði á landsmótin hjá UMFÍ. Sú þátttaka leiddi m.a. til þess að blás- ið var til fyrsta Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2011. Þetta ræktunarstarf hefur tekið mörg ár að þróast en hefur haldið stöðu sinni og aukist. Á nokkrum stöðum eru árleg landshlutamót í botsía, pútti og ringó og eru það enn helstu keppnisgreinarnar á Landsmóti UMFÍ 50+ Vinnuaðstaðan hjá UMFÍ var okkur ómetan- leg og þakkarverð. Ungmennafélagið hlýtur hól, hnýttur er félags strengur. Heimilislausum var húsaskjól einn helsti og vænsti fengur. Áhugafólki þið auðsýnduð rausn, öldruðum komuð að liði. Nú finnum við betur framtíðarlausn við framkvæmd á íþróttasviði. Afmælisritið Aldrei of seint Í tilefni af 25 ára afmæli félagsins árið 2010 var gefið út 200 blaðsíðna afmælisrit, Aldrei of seint, í ritstjórn Þóris S. Guðbergssonar rithöfundar. Ljóst var um þetta leyti að félagið hefði mark- að spor í íþróttasögu landsins með námskeið- um fyrir kennara og leiðbeinendur úr öllum landsfjórðungum. Þakkir, kveðjur og afmælisóskir Hér áður fyrr var hreyfing fyrir eldra fólk mjög takmörkuð og naut lítils skilnings hjá almenn- ingi. Boðskapur FÁÍA var tímabær og á hann alltaf við, að aldrei sé of seint að stunda göngu, sund og leikfimi á efri árum til að halda hreyfi- getunni sem lengst og njóta efri áranna. Þannig hefur fræið sem sáð var borið ávöxt og hugar- far fólks breyst í gegnum árin. Nefnd Eldri ungmennafélaga hefur tekið við keflinu úr hendi FÁÍA og stefnir á að halda uppi heilsueflingu og hreyfingu eldri aldur- shópa um land allt. Hjörtur Þórarinsson Hjörtur Þórarinsson (lengst til vinstri) með síð- ustu stjórn FÁÍA þegar félagið var lagt niður. Dans og hreyfing á öskudegi.Púttmót FÁÍA 60+ í Reykjanesbæ árið 2016.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.