Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 30
30 S K I N FA X I Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Borgarnesi um Jónsmessu- helgina. Þátttaka var með minna móti. Framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar segir mótið hafa verið mikilvægt til að koma fólki út úr COVID-búbblunni. „Þótt þátttaka hafi verið minni en upphaflega var lagt upp með var það mikilvægur áfangi í því að fá fólk til að stíga út fyrir þægindarammann eftir tveggja ára hlé af völdum kórónuveirufaraldursins og virkja þátttak- endur á ný,“ segir Bjarney Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmenna- sambands Borgarfjarðar (UMSB). Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Borgarnesi eftir tveggja ára hlé og var þetta tíunda mótið. Mótið hófst föstudaginn 24. júní og var setningarathöfn í Hjálmakletti um kvöldið. Kótelettukvöld var haldið á sama stað kvöldið eftir og lukkaðist afar vel. En eins og Bjarney segir voru talsvert færri þátttakendur en vænst var, meira að segja voru þeir færri en á fyrri mótum. Bjarney segir það ekkert skrýtið. Um þetta leyti hafi verið tvísýnt um allt mótahald og vel hafi getað farið svo að veirufaraldurinn færi aftur á kreik með tilheyrandi röskun og enn einni frestuninni. „Þetta var vissulega ekki jafn mikil þátttaka og vonir stóðu til. En á sama tíma leit á tímabili út fyrir enn eina faraldursbylgjuna. Þess vegna var gott að geta haldið mótið,“ segir hún og bætir við að það sama hafi átt við um fjölda viðburða sem haldnir voru í sumar, þátttaka hafi verið töluvert minni en árin fyrir Covid. Mögulega hafi fólk enn verið inni í þægindarammanum sínum en margir hafi líka verið orðnir lang- þreyttir að hanga heima og látið það eftir sér að skreppa loksins í sólarlandaferð. Landsmót UMFÍ 50+: Mikilvægt að sýna fólki að boltinn er farinn að rúlla á ný „En það sem skiptir máli er að fólk var að einhverju leyti orðið vant því að vera innan þægindarammans og því má segja að mótið hafi ýtt við því að koma sér af stað á ný. Fólk var ánægt og mjög gott að geta haldið mótið loksins til að sýna fram á að samfélagið væri komið í gang á ný og boltinn farinn að rúlla aftur,“ segir hún. Bjarney Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri UMSB. Fólk þarf að huga betur að eigin heilsueflingu því forvirkar aðgerðir skila sér margfalt til baka, segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. „Við erum í vanda, við Íslendingar. Við þurfum að huga að heilsu okkar. Heilbrigðiskerfið nær ekki að ná utan um alla. Við leysum þennan vanda aldrei með því að byggja fleiri álmur og fleiri spítala. Við verðum að huga að forvirkum aðgerðum. Það er margsannað að það fé sem varið er til forvirkra aðgerða af þessu tagi skilar sér margfalt til baka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann var gestur við setningu Landsmóts UMFÍ 50+ og hélt þar áhrifamikið en hressilegt ávarp um mikilvægi lýðheilsu. Hann sagði m.a. heilbrigðiskerfið ekki geta sinnt öllum og verða að leita leiða til að fækka þeim sem þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda. „Heilsuefling eldra fólks er eins mikilvæg og hún er fyrir ungviðið. Við sem erum komin á þennan aldur erum búin að átta okkur á því að við komumst ekki á verðlaunapalla á Ólympíuleikum og heimsmeist- araleikum. En við finnum okkur aðrar leiðir. Þá erum við sigurvegarar í sál og sinni. Ég nýt þess mjög að fara út að hlaupa. En ég geri mér fulla grein fyrir því að ég næ ekki sama tíma til dæmis í almennings- hlaupum og þegar ég var yngri. Ég keppi alltaf við ljósastaurana og ég vinn þá alltaf!“ sagði Guðni en benti á að samtímis hefði hann líka betur gegn púkanum sem stæði á annarri öxl hans og segði: Þú mátt nú alveg slappa af. „Um leið og ég er búinn að reima á mig skóna og lagður af stað finn ég gleðina yfir því að njóta hreyfingar. Þvílík forréttindi sem það eru að vera maður á miðjum aldri og kominn með smá bumbu, ég get hreyft mig, ég get hlaupið og sprett úr spori. Þetta er ekki gefið,“ sagði hann. Forseti Íslands: „Við erum sigurvegarar í sál og sinni“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Þorsteini Eyþórssyni sem var heiðraður við setningu mótsins. Hann hjólaði Vestfjarðarhringinn í sumar til styrktar Píetasamtökunum. Þorsteinn kom hjólandi inn á setn- ingu Landsmótsins í fullum hjólagalla í Hjálmakletti og vakti mikla athygli.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.