Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 40
40 S K I N FA X I „Þetta er heilmikil vinna og mörg ár hafa farið í verkið,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Marteinn Sigurgeirsson, sem hefur lengi verið viðloðandi vinnu við sögu UMFÍ og íþrótta- starfs á Íslandi. Sjálfur er hann frá Selfossi, sem er á sambandssvæði HSK, en hefur búið um árabil í Kópavogi, á sambandssvæði UMSK. Honum er umhugað um varðveislu sögunnar og sýndi m.a. heimildarmynd af sögu mótanna á sögusýningu sem opnuð var í tengslum við Bjargar upptökum af Landsmótum UMFÍ Kvikmyndagerðarmaðurinn Marteinn Sigurgeirsson hefur unnið að því í gegnum árin að safna saman efni sem tekið hefur verið upp á Landsmótum UMFÍ. Fyrsta mótið var haldið árið 1909 og síðasta stigamótið á Selfossi árið 2013. aldarafmæli Ungmennafélags Íslands 2007. Ljósmyndir voru teknar af fyrstu mótunum og var ekki byrjað að kvikmynda þau fyrr en á landsmótinu á Hvanneyri árið 1943. Marteinn hefur hægt og bítandi safnað upp- tökum af mótunum saman í þeim tilgangi að varðveita þær og gefa landsmönnum mögu- leika á að njóta minninganna. „Þetta er mikil vinna. Upptökurnar liggja víða og því er gott að hafa afrit af þeim á ein- um stað. Ég hef safnað efninu víða. Ég átti til dæmis ekki upptökur af afmælismótinu á Akur- eyri árið 2009. Það var mjög flott og sólin skein. Upptökur af öllum mótunum voru til hjá RÚV og keypti ég ákveðnar mínútur af þeim. Það má líta svo á að þetta gerist í skref- um. Nú eigum við nokkrar mínútur af hverju móti. En við getum fjölgað þeim, fært mynd- efnið í aukin gæði og stækkað umfjöllunina. Það tekur meiri tíma og kostar auðvitað sitt,“ segir hann og bætir við að mótahaldið sé ná- tengt sögu héraða landsins. Sex til átta lands- mót hafi verið haldin í hverjum landsfjórðungi. Marteinn hefur þegar gert eina heimildarmynd um sögu landsmótanna á sambandssvæði HSK og kom hún út fyrir nokkrum árum. „Það væri gaman að klára hringinn með myndefni í fullum gæðum. Það er svolítil vinna, að sjálfsögðu. En það væri gaman,“ segir hann. Þekktir tökumenn Margir af þekktustu leikstjórum þjóðarinnar hafa fest Landsmót UMFÍ á filmur og hefur Marteinn samið við þá um höfundarrétt á efn- inu. Leikstjórinn Reynir Oddsson tók upp allt Landsmótið á Laugum árið 1961. Reynir skráði sig á spjöld íslenskrar kvikmyndasögu þegar mynd hans Morðsaga var frumsýnd árið 1977. Marteinn segir mikið af áhugaverðu myndefni til á spólum, eins og frá Laugum, en þar var synt í ísköldu vatni í tjörn sem hafði verið stífluð. „Það er margt forvitnilegt til á upptökunum. Á efni sem tekið var upp á landsmótinu á Laugarvatni árið 1965 má sjá upptökur af því þegar hljómsveitin Mánar spilaði í fyrsta sinn opinberlega. Þar er líka heilmikið viðtal við Labba sem tekið var í Glóru,“ heldur Mar- teinn áfram. Marteinn hefur safnað saman á einn stað öllu því efni sem hann hefur fundið og búið til grófklippt eintak af upptökunum þar sem hægt er að skoða fimm mínútur frá hverju móti til Landsmóts UMFÍ á Selfossi árið 2013. Á upptökunum má m.a. sjá viðtöl við Svein í Kálfskinni, Gísla Halldórsson, Reyni Karlsson, Hafstein Þorvaldsson, Hörð Óskarsson sund- kennara og marga fleiri. Upptökurnar eru vistaðar á myndasvæði UMFÍ og er hægt að skoða þær þar. Frá keppni í hástökki á Landsmótinu á Akureyri 1955. Marteinn Sigurgeirsson kvikmyndagerðamaður.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.