Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 16
16 S K I N FA X I á að koma Unglingalandsmóti UMFÍ á laggirnar og sat m.a. í fyrstu unglingalandsmótsnefndinni á Dalvík 1992 fyrir hönd stjórnar UMFÍ. Byggðu sundlaug á Skútustöðum Kristján var spurður nánar hver hefðu verið helstu viðfangsefnin á þeim tíma sem hann gegndi formennsku í Umf. Mývetningi og svo HSÞ? „Á þeim tíma vorum við mikið að berjast fyrir því að fá sundlaug í sveitina. Það gekk erfiðlega, ekkert fjármagn og það endaði með því að ungmennafélagið byggði bara sundlaug sjálft. Það var gríðarlegt verkefni fyrir okkur. Laugin, sem var útisundlaug, var byggð við hliðina á íþróttavellinum á Skútustöðum. Það tókst ágætlega en hún var kynt með rafmagni. Það var ekkert annað í boði. Á sama tíma sá ungmennafélagið alveg um félagsheimilið í Skjól- brekku og átti það raunverulega. Við vorum með stækkanir í gangi þá. Síðan var náttúrulega aðalmálið bara að halda utan um glímuna og fótboltann. Á þessum tíma voru að koma upp þarna ungir strákar og stelpur í íþróttum, þannig að íþróttastarfið var býsna líflegt á þessum tíma. Þarna byrjuðu stelpur í glímu, en við vorum í forystu með það og tókum það inn. Svo fóru að koma þarna fram sundmenn meira að segja í þessari litlu laug.“ Stofnuðu Mývatnsmaraþon Eitt af því sem Kristján og félagar hans í Mývatnssveit gerðu var að stofna Mývatnsmaraþon, en það var ungmennafélagið sem stóð fyrir því. „Það byggist á því að hringurinn í kringum vatnið er 36 kílómetrar og það þurfti ekki mikið að bæta við til að geta hlaupið maraþon. Við notuðum þetta líka til að berjast fyrir því að fá malbikaðan hring í kring- um vatnið. Síðan hefur þetta lifað. Það er enn verið að hlaupa maraþon í Mývatnssveitinni,“ segir Kristján. Öflugt frjálsíþróttafólk Kristján getur þess að á vettvangi HSÞ hafi líka alltaf verið haldin mjög öflug héraðsmót á Laugum. Síðan kom uppbygging á þeim velli, þ.e. á Laugum, og Þingeyingar fengu á hann góðar hlaupabrautir í kring- um 1990. „Héraðssambandið var með býsna öflugt frjálsíþróttafólk á áttunda áratugnum. Þarna voru fjórar mjög öflugar hlaupakonur og ágætir karl- ar líka. Þetta var mjög öflug hreyfing á þessum tíma. Svo hafa alltaf verið að detta þarna inn góðir frjálsíþróttamenn.“ Hann nefnir einnig að innan íþróttafélaganna hafi oft verið togstreita sem þurfti að vinna úr. „Húsavík er sem dæmi sterkt félag og átti ekki alltaf samleið með héraðssambandinu. Þá þurfti oft að liðka fyrir mál- um. Þetta er kannski ekki ósvipað og hefur stundum verið á milli Umf. Selfoss og HSK.“ Barátta fyrir áframhaldandi skólahaldi á Laugum Kristján nefnir að Héraðssamband Þingeyinga hafi á sínum tíma komið Framhaldsskólann á Laugum á laggirnar og alltaf fylgt honum eftir. „Þegar ég kom fyrst að þeim málum var verið að berjast fyrir því að breyta honum í framhaldsskóla. Þá var eldra fyrirkomulagið, héraðs- skólarnir, að deyja út. Heimastöðvar héraðssambandsins voru í skólan- um á Laugum. Við fengum ævinlega húsnæði hjá þeim. Í heimavistar- byggingunum var rými sem við fengum og svo þegar nýtt íþróttahús kom fengum við líka rými þar. Þetta var mikil barátta og héraðssam- bandið treysti böndin heima fyrir og var eiginlega bakhjarl þess að geta haldið skólanum áfram og komið honum fram á við. Það voru fyrr- verandi og starfandi félagar innan héraðssambandsins sem börðust harðast fyrir því að halda skólanum. Ég var svo settur af ríkinu sem formaður skólanefndar frá fyrsta ári og var í tíu ár. Ég held að það hafi verið fyrir hina þrautseigu heimavinnu að það tókst að halda honum lifandi. Þetta var ekki auðveld barátta.“ Húsnæðismálin voru umdeild Kristján kom inn í stjórn UMFÍ árið 1987 og var þar samfellt í 14 ár, eða til 2001. Hvað er honum minnisstæðast frá þeim tíma? „Það sem ég kom mest inn á var húsnæðismálin. Þá voru menn að fjárfesta í húsum. Þá var svolítil togstreita innan hreyfingarinnar um hvort UMFÍ ætti að vera að eiga svona hús með gistingu. Við keyptum húsnæði í Fellsmúlanum sem var mjög stórt og gott með gistingu en var mjög umdeilt. Þá var ég orðinn gjaldkeri og menn voru alltaf að tala um peninga. Þetta þróaðist lengi en þegar ég var farinn að huga að því að hætta sagði ég einhvern tíma á þingi að þeir gætu losnað við mig þegar ég væri búinn að greiða upp síðustu skuldina og ég stóð við það. Á þessum tíma var líka mikil umræða um Skinfaxa og að Kristján eftir sigur í glímu á Lands- mótinu á Sauðárkróki 1971. Feðgarnir Ólafur Helgi og Kristján Elvar eftir að hafa hlaupið Lýðveldishlaup UMFÍ í 99. skipti árið 1994. Kristján á þingi UMFÍ 1985.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.