Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.2022, Blaðsíða 12
12 S K I N FA X I „Þetta er draumurinn, alveg geggjað að sjá að Skólablakið er komið svona vel á koppinn,“ segir Guðrún Kristín Einarsdóttir, eða Gunna Stína eins og flestir þekkja hana. Hún er formaður blakdeildar Aftur- eldingar og stóð í ströngu ásamt leikmönnum og þjálfurum hjá blak- deildinni við undirbúning Skólablaksins þegar það hófst að nýju í Fell- inu í íþróttamiðstöðinni Varmá í enda september. Um 300 börn úr Lága- fellsskóla og Varmárskóla í Mosfellsbæ tóku þátt í viðburðinum. Blaksamband Íslands (BLÍ) stendur að Skólablakinu í samstarfi við Evrópska blaksambandið (CEV), ÍSÍ, UMFÍ og blakfélög í landinu með stuðningi Kristals. Skólablakið er fyrir nemendur í 4.–6. bekk grunn- skóla um allt land. Skólablakið fór af stað hringinn um landið í október í fyrrahaust. Hringferðin hófst með skólabörnum frá Neskaupstað, Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði sem heimsóttu jafnaldra sína í Alcoahöll- ina á Reyðarfirði. Þaðan hélt viðburðurinn áfram út mánuðinn um allt land. COVID-faraldurinn setti leiknum ýmsar skorður en þegar upp var staðið höfðu nokkuð þúsund nemendur kynnst blakíþróttinni. Skólablakið heppnaðist gríðarlega vel og var á fyrstu dögum ákveð- ið að gera þetta að árlegum viðburði. Nú er Skólablakið á sextán dög- um og viðburðunum dreift meira en áður. Fáar reglur einfalda leikinn Markmiðið með Skólablakinu er að vekja áhuga grunnskólabarna á blakíþróttinni og kynna þeim í leiðinni skemmtunina sem felst í því að stunda íþróttir. Reglurnar eru líka einfaldar til að öll börnin ráði við leik- inn, óháð getustigi. Auk þess er að sjálfsögðu markmiðið að búa til skemmtilegan viðburð með tónlist og húllumhæi fyrir krakkana og fá þau til að upplifa ánægjulega hreyfingu. Gunna Stína er ekki síst ánægð með Skólablakið því hún er einn af hugmyndasmiðum þess. Hún segir þetta gamla hugmynd sem hún og vinkona hennar, Ásta Sigrún Gylfadóttir, sem var lengi þjálfari yn- gri flokka hjá HK, hafi langað til að koma á koppinn og talað lengi um. Gaman að sjá Skólablakið dafna „Við Ásta erum báðar Norðfirðingar og þekkjumst vel þaðan. Hún sá um barnastarfið í HK og ég var formaður Blakdeildar Aftureldingar og áttum við mörg samtölin um hvað væri hægt að gera til að auka veg og vanda blaksins. Báðar höfum við farið með yngri flokka á stórt blak- mót í Finnlandi þar sem spilað var úti og þá kom sú hugmynd að gam- an væri að búa til verkefni hér heima og nýta gólfplássið í fótboltahús- unum og á gervigrasinu,“ segir Gunna Stína. Hugmyndin vatt upp á sig í samráði við Valdimar Gunnarsson hjá Ungmennasambandi Kjalar- nesþings (UMSK), sem fór á hugarflug með þeim og fór til Finnlands til að kynna sér þetta. „Við vildum búa til eitthvað stórkostlegt sem myndi hrífa börnin. En þetta átti að vera skemmtilegur viðburður,“ segir Gunna Stína og rifjar upp að Blakdeild Aftureldingar hélt í nokkur ár úti skólamóti fyrir 6. bekkinga. Nemendur úr Lágafellsskóla og Varmárskóla mættu á mótið og spiluðu blak og kepptu þar um bikar sem blakdeildin gaf. „Þetta skólamót okkar stóð í nokkur ár í samvinnu við íþróttakenn- ara. Á þessum tíma var föstudagsmorgunn tekinn undir þetta á hverju hausti og vakti það mikla gleði meðal nemendanna. Þetta var rosa- lega skemmtilegt. Hið eiginlega skólamót í blaki eins og við þekkjum það í dag byrjaði síðan í samstarfi við UMSK og einungis á höfuðborg- arsvæðinu. Fyrsta mótið var minnir mig haustið 2017 og voru fyrstu tvö mótin haldin í Kórnum í Kópavogi. Skólum af öllu höfuðborgar- svæðinu var boðið að taka þátt og vorum við með 60 velli uppsetta í Kórnum og nokkur hundruð börn samankomin sem skemmtu sér frábærlega. UMSK lagði til búnað og blakdeildirnar á höfuðborgar- svæðinu sáu um framkvæmdina. Núverandi fyrirkomulag nær yfir allt landið og kom það til eftir að Blaksamband Íslands náði samkomulagi við Evrópska Blaksambandið, ÍSÍ og UMFÍ og útfærði viðburðinn með þeim hætti sem er í dag,“ heldur hún áfram. Gunna Stína segir Skólablakið komið á góðan stað og í fastar skorður. „Þetta er algjör draumur. Nú geta börnin mætt og spilað saman og farið heim með góða minningu um skemmtilega upplifun af blakíþrótt- inni. Gleði eins og þessi gefur íþróttinni meira vægi og skilar því von- andi að börnin geta hugsað sér að koma á æfingu í greininni,“ segir hún og bendir á að fyrirkomulagið sé gott, mikilvægt sé að kynna íþróttakennurum um allt land einfaldar blakreglur sem hægt sé að nota í íþróttakennslu og með því vekja áhuga barnanna á íþróttinni. „Ég nánast horfi á þetta sem barnið mitt og nýt þess að sjá Skóla- blakið vaxa.“ Skólablakið er eins og barnið mitt Skólablakið er komið í gang að nýju. Enn fleiri nemendur tóku þátt en á síðasta ári. G un na S tín a

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.