Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 6
ÚRVAL
ÓÐUR TIL LlPSINS
ráða nema einn góðan leikara. 1
mörg ár hafði Finn Methling
velt fyrir sér þeirri hugmynd
að skrifa leikrit, er fjallaði tun
mannlífið sem heild. 0g þegar
hvatningin kom, skrifaði leik-
ritið sig næstum sjálft, hann
lauk því á viku.
Það var Inge Hvid-Möller sem
lék hlutverkið í Holte, en Inge-
borg Brams leikur það núna í
Konunglega leikhúsinu. Þann
tæpa klukkutíma, sem „Resjen
til de grönne skygger" stendur
yfir, hefur hún áhorfendur al-
gjörlega á valdi sínu. Allar
helztu tilfinningar og geðhrif,
sem bærzt geta í mannlegu
brjósti, tjáir hún á tæran, ein-
faldan og vermandi hátt: ást-
arsælu, og móðurgleði, blíðu-
þrá og lífsnautn. Sér til aðstoð-
ar hefur hún hvorki leiktjöld
né sviðsbreytingu. Ekki heldur
fataskipti, að öðru leyti en því
að í miðju leikritinu bindur
hún sítt hárið upp í hnút í
hnakkanum og brettir niður
ermamar. Hún fæðist, leikur
sér, byltir sér í hitasóttarómm
altekin mislingum, gengur í
skóla, verður sveimhuga, kynn-
ist ástinni, eignast barn, elur
það við brjóst sér, búsýslar,
gælir við barnabömin, eldist og
deyr að lokum, og allan tímann
er hún í sama brúna kjólnum.
Eins og í gömlu kínversku
leikhúsunum og í franskri nú-
tímalátbragðslist (pantomime)
eru það svipbrígðin og hreyf-
ingarnar, sem hjálpa til þess
að vekja ímyndunarafl áhorf-
andans. Og svo augljóst og lif-
andi er þetta allt, að manni
finnst krökt af fólki á sviðinu.
Töfrum bundinn og heillaður
fylgist maóur með þessum söng
um mannlífið. Því að enda þótt
leikritið fjalli um líf konu, er
svo margt í tilfinningum henn-
ar, reynslu og draumum sam-
mannlegt. Og næstum allan
tímann er líf hennar tengt karl-
manni þó að áhorfendur sjái
hann ekki. Það er faðir hennar
sem kennir henni að ganga og
sem lyftir henni á örmum sér
upp í svimandi hæðir. Það er
eiginmaðurinn sem baslar við
að setja bleijur á barnið þeirra
og sem leggur við á eldinn þeg-
ar kólnar að áliðnu ævikvöldi.
Það stendur í leikskránni, að
leikritið fjalli um líf venjulegr-
ar konu. Það nægir sem skil-
greining. Allur sá manngreinar-
munur sem við temjum okkur í
daglegu lífi erhérútíhött.Hvort
faðir hennar er þjónn, skrifari
eða skrifstofustjóri, hvort þau
búa í tveggja eða f imm herbergja
íbúð skiptir ekki máli. I því að
vaxa og lifa er okkur mönnun-
um svo margt sameiginlegt, það
er fólgið í eðli sjálfs vaxtar-
ins — og lífsins. Þrátt fyrir
geysilegan mun á ytri aðstæð-
um.
Hún situr í hnipri í myrkri
þegar tjaldið er dregið frá, lítið
fóstur í hlýjum hafsjó móður-
skautsins. En hafið dregst sam-
4