Úrval - 01.06.1957, Side 8
ÚRVAL
sandkökur í sólheitri fjörunni
— eins og mamma hans einu
sinni.
Hún hefur í mörgu að snú-
ast nú. Þvo bleijur, taka til,
búa til mat, taka á móti gest-
um. Dagarnir verða að árum og
æviskeiðum:
„Það er morgunn, Henrik á
að fara í skólann. Og Húgó á
skrifstofuna . . .
Það er morgunn, sunnudags-
morgunn. Þá er alltaf svo nota-
legt í rúminu . . .
Það er morgunn. Henrik og
Syster eiga að fara í skólann.
Og Húgó á skrifstofuna . . .
Það er morgunn, í dag verð-
ur Henrik stúdent og í haust
byrjar Syster í gagnfræða-
skóla . . .
Það er morgunn . . . Já, og
svo ætla ég að fá stóra flösku
af matarolíu, þá beztu, sem til
er. Og litla flösku af ediki . . .
og tvö kíló af hveiti . . . og
eitt kíló af konfekti. Já, Henrik
ætlar að gifta sig á morgun.
Þakka yður fyrir, þetta er
gott . . .“
Er það ekki einmitt á þenn-
an hátt, sem tímareynsla manns-
ins og minni er að verki? At-
burðir og önn dagsins: erillinn
á morgnana, þegar bömin eru
að fara í skólann og maðurinn
í vinnuna, sunnudagsmorgnam-
ir með kaffi í rúmið — allt renn.
ur saman í endurminningunni
og verður að næstum engu. Já,
heil löng ár í lífi manns geta
í endurminningunni þjappazt
ÓÐUR TIL LlFSINS
saman í eina tilfinningu, stem-
ningu. Stundum í lit — grátt
eða Ijósblátt eða rautt. En svo
eru aðrar stundir, sem fá hlut-
fallslega miklu meira rúm í end-
urminningunni, sitja þar ævi-
langt sem sár broddur eða sælu-
tilfinning.
Silfurbrúðkaup — óskiljan-
legt að tuttugu og fimm ár skuli
vera liðin. Barnabömin farin að
koma, og em oft í umsjá ömmu.
Einnig Syster á von á barni,
móðir hennar hughreystir hana
og áminnir: „Góða Syster, þú
veizt að Henrik kom fyrr en
hann átti að koma . . . Annars
finnst mér þið hefðuð getað
passað ykkur betur.“
Góðan daginn, þumalingur!
Stundum les hún hátt fyrir
barnabörnin, helzt Snædrottn-
inguna, sem hún hafði yndi af
þegar hún var barn og mamma
hennar las fyrir Henrik og Sy-
ster. „Hann hét Kaj og hún
hét Gerða. Á sumrin gátu þau
komizt hvort til annars í einu
stökki, en á veturna urðu þau
fyrst að fara niður margar
tröppur og síðan upp margar
tröppur; úti var snjómugga. Það
eru hvítu býflugurnar sem
sveima, sagði amma gamla . . .
(Nei, liggið kyrr í rúminu, það
er engin mynd á þessari síðu,
segi ég!)‘“
Vetur lífsins gengur í garð.
Prjónanæði og kyrrð, barna-
kæti, gigt og kuldi kringum
gamla konu. Pílviðartré í kirkju-
garðinum, sem sett var niður
6