Úrval - 01.06.1957, Síða 10
ÚRVAL
hann væri farinn að sætta sig
við útlit sitt, og yfir andlit hans,
sem mest er hlý augu og stór
munnur, færist bros.
Maður situr hér og er þakk-
látur fyrir vaxtarlag þessa unga
manns, þakklátur fyrir, að Finn
Methling hætti bókmenntanámi
24 ára og fór að skrifa útvarps-
leikrit — sem hann í fyrstu fékk
endursend. En hann hélt áfram,
sannfærður um að hið einfalda
talmál alþýðunnar væri sú list-
grein, sem honum bæri að leggja
stund á. Að lokum fékk hann
áheym — og nýtur nú mikillar
hylli. Kannski vegna þess, að
svo margir þekkja sjálfa sig
og líf sitt í því sem hann skrif-
ar. Eins og t. d. í Ljóði til
Hönnu, sem hvað eftir annað
hefur verið leikið í danska út-
varpið. Það fjallar um verk-
stjóra, sem tekur sér blýant í
hönd skömmu fyrir silfurbrúð-
kaupsdag sinn og sezt við að
yrkja lofkvæði til konu sinnar.
Það gægist heil mannsævi fram
milli ljóðlínanna, svo stirðar sem
þær eru í kveðandi sinni.
„Konan í Rejsen til de grönne
skygger, er fyrir mér samruni
alls hins kvenlega," segir Meth-
ling. „En það má einnig líta á
eintal hennar sem skýrar
draummyndir hversdagslegrar
konu. Því að sérhver maður er
í raun og veru brot úr skáldi.
Þegar hún finnur til, þegar hana
dreymir, þegar hún lifir í raun
og veru, þá er skáldið í henni
að verki. Það er nauðsynlegt
ÖÐUR TIL LlFSINS
að hafa þetta í huga, því að
við verðum að gæta draumsins.
Draumsins, sem getur verið
raunsannari og gæddur meira
lífi en allt annað.
Nei,“ heldur hann áfram, „ég
er ekki að tala um þesskonar
dagdrauma, sem eru ekki annað
en flótti og ótti við að lifa líf-
inu. Ég á við draum, sem hefur
þau áhrif, að líðandi stund líkt
og opnar sig, tékur að blómstra.
Og að dögg fellur á gróður lífs-
ins og birtu slær á hversdags-
leikann. Því að í tilbreytingar-
leysi dagsins sækir tíðum þorsti
á sálina, hún þarfnast vætu,
þráir vökvun. En draumurinn
verður að eiga upphaf sitt í ein-
hverju áþreif anlegu: blómi,
bami, konu.“
Hann skýrir lítillega þá lífs-
skoðun sem leikritið er sprottið
upp úr. Hún er í ætt við sam-
verkunarkenningu (komple-
mentærlære) kjarneðlisfræð-
ingsins Niels Bohr. Methling er
þeirrar trúar, að andstæðurnar
séu hvor annarri nauðsynlegar,
eldur og vatn, draumur og veru-
leiki. Hinar voldugu andstæður
lífsins.
„Maðurinn verður að vinna
til lífsins á hverri mínútu þess,“
segir hann. „Enginn skyldi
halda, að það nægi að játast
lífinu í eitt skipti fyrir öll, í
þeirri trú að þá sé öllu borgið.
Við getum ekki fengið lífið að
gjöf. Við verðum að vera reiðu-
búin að afneita sjálfum okkur,
ef við viljum höndla lífið. Segir
8