Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 10

Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 10
ÚRVAL hann væri farinn að sætta sig við útlit sitt, og yfir andlit hans, sem mest er hlý augu og stór munnur, færist bros. Maður situr hér og er þakk- látur fyrir vaxtarlag þessa unga manns, þakklátur fyrir, að Finn Methling hætti bókmenntanámi 24 ára og fór að skrifa útvarps- leikrit — sem hann í fyrstu fékk endursend. En hann hélt áfram, sannfærður um að hið einfalda talmál alþýðunnar væri sú list- grein, sem honum bæri að leggja stund á. Að lokum fékk hann áheym — og nýtur nú mikillar hylli. Kannski vegna þess, að svo margir þekkja sjálfa sig og líf sitt í því sem hann skrif- ar. Eins og t. d. í Ljóði til Hönnu, sem hvað eftir annað hefur verið leikið í danska út- varpið. Það fjallar um verk- stjóra, sem tekur sér blýant í hönd skömmu fyrir silfurbrúð- kaupsdag sinn og sezt við að yrkja lofkvæði til konu sinnar. Það gægist heil mannsævi fram milli ljóðlínanna, svo stirðar sem þær eru í kveðandi sinni. „Konan í Rejsen til de grönne skygger, er fyrir mér samruni alls hins kvenlega," segir Meth- ling. „En það má einnig líta á eintal hennar sem skýrar draummyndir hversdagslegrar konu. Því að sérhver maður er í raun og veru brot úr skáldi. Þegar hún finnur til, þegar hana dreymir, þegar hún lifir í raun og veru, þá er skáldið í henni að verki. Það er nauðsynlegt ÖÐUR TIL LlFSINS að hafa þetta í huga, því að við verðum að gæta draumsins. Draumsins, sem getur verið raunsannari og gæddur meira lífi en allt annað. Nei,“ heldur hann áfram, „ég er ekki að tala um þesskonar dagdrauma, sem eru ekki annað en flótti og ótti við að lifa líf- inu. Ég á við draum, sem hefur þau áhrif, að líðandi stund líkt og opnar sig, tékur að blómstra. Og að dögg fellur á gróður lífs- ins og birtu slær á hversdags- leikann. Því að í tilbreytingar- leysi dagsins sækir tíðum þorsti á sálina, hún þarfnast vætu, þráir vökvun. En draumurinn verður að eiga upphaf sitt í ein- hverju áþreif anlegu: blómi, bami, konu.“ Hann skýrir lítillega þá lífs- skoðun sem leikritið er sprottið upp úr. Hún er í ætt við sam- verkunarkenningu (komple- mentærlære) kjarneðlisfræð- ingsins Niels Bohr. Methling er þeirrar trúar, að andstæðurnar séu hvor annarri nauðsynlegar, eldur og vatn, draumur og veru- leiki. Hinar voldugu andstæður lífsins. „Maðurinn verður að vinna til lífsins á hverri mínútu þess,“ segir hann. „Enginn skyldi halda, að það nægi að játast lífinu í eitt skipti fyrir öll, í þeirri trú að þá sé öllu borgið. Við getum ekki fengið lífið að gjöf. Við verðum að vera reiðu- búin að afneita sjálfum okkur, ef við viljum höndla lífið. Segir 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.