Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 13
OPINBERUN
ÚRVAL
ungi, sem var í framan eins og
rottuhundur; hann belgdi sig
allan út til þess að láta sem
mest á sér bera. „Annan eins
kvenmann sér maður ekki á
hverjum degi. Hún er víst
frönsk í aðra ættina. Þegar hún
er á ferðinni líkjast kerlingarn-
ar okkar einna helzt blautum
og ráðlausum hænsnahóp. Það
er eithvað við hana, sem þær
vantar alveg.“
„Ekki vildi ég skipta á henni
og konunni minni,“ sagði sá
elzti þeirra efablandinn. „Hún
er ekki mitt meðfæri. Eg er
viss um, að hún er eins og slæg
hryssa heima fyrir.“
GOMER þagði. Hann hafði
kvænzt seinast þeirra allra og
hann langaði ekkert til að blanda
sér í þessar umræður, þó hann
hefði af nógu að taka. Eg held
nú það! Hann gat sagt sitt af
hverju — og sumt ófagurt. En
hann sagði það ekki; hann beit
bara á vörina og augu hans
leiftruðu meðan hinir létu dæl-
una ganga, eins og karlmanna
er siður, um það sem þeir ætl-
uðu að taka til bragðs, ef kerl-
ingin væri eitthvað óstýrilát
við þá. Hann hafði verið kvænt-
ur í eitt ár, og stöðugir árekstr-
ar í hjónabandinu, milli hans
og Blodwen, höfðu hleypt illu
blóði í hann. Hann hefði aldrei
trúað því að óreyndu, að kven-
fólk gæti verið svo þrætu-
gjarat. Hún, sem hafði verið
svo bllð og góð við hann, áður
en þau giftu sig . . . En nú
skyldi hann ná sér niðri á henni
. . . Og um leið hjó hann járn-
uðum stígvélunum harkalega
niður í gangstéttina.
ÞEGAR þeir komu að löng-
um, dapurlegum röðum verka-
mannabústaðanna, skildu þeir
og héldu hver heim til sín. Gom-
ei' bjó í yztu röðinni, sem stóð
kippkorn uppi í grágrænni
fjallshlíðinni. Við endann á
þeirri röð stóð einstakt hús,
alveg út af fyrir sig. Þar átti
yfirverkfræðingurinn heima.
Gróðurvana fjallshlíðin náði
alveg niður að byggingunni, og
áður en Gomer gat klöngrast
þar upp, varð hann að fara
fram hjá húsinu sínu.
Þetta var á sólbjörtum sum-
ardegi, seinni hluta dags, og í
blækyrru loftinu var mild hita-
móða. Gomer fór að hugsa um,
hvað það hefði verið gaman
að hafa þarna bugðótta og
kyrrláta hliðargötu með skugg-
sælum trjám og silfurtærri á
einhvers staðar í nágrenninu.
Hann hefði sannarlega notið
þess að fá sér þar kvöldgöngu,
einn og ótruflaður. En það var
nú öðru nær — strax og hann
var búinn að þvo sér og borða,
var ekki um aðra staði að ræða
en krána á götuhorninu eða
gróðurlausa, ömurlega fjalls-
hlíðina. Hvílík ævi! Gomer and-
varpaði. Alltaf það sama dag
eftir dag. Niður í námuna, upp
úr henni aftur, heim að borða
u