Úrval - 01.06.1957, Page 14

Úrval - 01.06.1957, Page 14
ÚRVAL OPXN'EERUN og þvo sér, rífast við Blodwen, skella hurðum, og sitja svo tím- unum saman á kránni með fé- lögunum og láta sem ekkert væri. Það var hræðilegast af öllu. Hann ræskti sig og spýtti, áður en hann opnaði garðshlið- ið. Hann var búinn að fá nóg af rifrildinu við Blodwen; ef hún var enn í vígahug, var liann tilbúinn að taka á móti. Hún skyldi ekki reyna að sannfæra hann um, hver væri húsbóndinn á heimilinu, eins og móðir hennar hafði gert. Nú hafði hún fengið þá flugu í höfuðið, að þau þyrftu endilega að eignast pí- anó! I húsinu var enginn, sem gat spilað svo mikið sem eina nótu! Hann ætti það nú eftir að fara að gefa henni píanó! . . . Hann tók í gljáfægðan messíng- dyrahamarinn á aðaldyrum hússins og lét hann falla, og um leið leit hann í kringum sig. Þetta var ljómandi fallegt hús, sem verkfræðingurinn átti. Og framan við það var snotur, lítill garður með rósarunnum. Alls staðar voru rósir. Svona stórar, rauðar og hvítar rósir hafði hann aldrei séð áður. Ilmurinn var dásamlegur! Hann dró djúpt að sér andann og sogaði í sig þennan þunga, áfenga ilm. Enginn kom til dyra. Hann barði aftur. Hvar var stofu- stúlkan? Það var ekki hægt að láta fólk standa svona og bíða óratíma. Hann var farið að langa í kvöldmatinn. Hann barði í þriðja sinn. Þá heyrðist fóta- tak fyrri innan; einhver var að koma niður stigann. Fótatakið færðist nær, og einhver kall- aði glaðværri röddu, svo hátt að glumdi í öllu: „Bíddu svolítið, ástin mín!“ Þetta. er auðvitað frú Mon- tague sjálf, hugsaði Gomer. Hún heldur auðvitað, að þetta sé maðurinn sinn að koma heim. Já, svona átti að taka á móti eiginmanninum, þegar liann kom þreyttur heim frá vinnu.. „Ástin mín“ — og það var gleði og eftirvænting í rómnum. Þannig talaði aðeins sú kona,. sem var verðug þess að vera gift manninum sínum . . . Og nú opnuðust dyrnar upp á gátt. GOMER kom ekki upp nokkru orði. Hann var sem steini lost- inn langa stund. Fyrir framan hann stóð nakin kona, sem hægt og hikandi hopaði inn í for- stofuna og hélt krepptri hendi upp að brjóstum sínum. „Herra . . . herra Montague bað mig . . stamaði Gomer og gat ekki slitið augun af kon- unni. En hvað hún var yndisleg! ,, . . . sagði við mig . . hélt hann áfram . . , „sagði . . .“ Röddin brast, og hanu starði á hana heillaður. Þegar hún var komin að stig- anum, tók hún viðbragð og‘ þaut í einu hendingskasti upp- á lofti 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.