Úrval - 01.06.1957, Page 15
OPINBERUN
UKVAL
Hun var eins og stór, hvítur
fugl, sem hefur sig til flugs.
„ . . . Og bað mig að segja,
að hann gæti ekki komið heim
fyrr en klukkan átta . . .“ kall-
aði Gomer skyndilega inn í
tóma forstofuna.
Hann beið síundarkorn og
velti því fyrir sér, hvort hún
mundi svara honum. Hann
heyrði hana ganga um uppi á
loftinu og rétt á eftir birtist
hún aftur, sveipuð í einhverja
bláa, flík, sem virtist heldur
losaraleg. Það var roði í kinn-
um hennar, þegar hún gekk
niður stigann, en er hún kom
nær fór hún að hlæja. Hún hló
svo innilega, að Gomer fann
blóð sitt ólga. Blygðun átti
hún ekki til. Hvítir fætur henn-
ar voru enn berir — berir og
hljóðlausir.
„Hvað voruð þér að segja um
manninn minn?“ spurði hún án
þess að láta sér bregða.
Gomer flutti henni skilaboð-
in. Kinnar hans voru brenn-
heitar undir óhreinindalaginu á
andlitinu.
Hún þakkaði honum ajúðlega
fyrir og bætti svo við: „Eg hélt,
að hann væri að koma áðan.
Ég var í baði. Þér skiljið mig
áreiðanlega. Þér eruð sjálfur
kvæntur, er það ekki?“
Gomer kinkaði kolli. Hún
horfði beint framan í hann og
brosti kankvíslega. Síðan sagði
hún:
„Jæja — svo þakka ég yður
enn einu sinni fyrir skiTáboð-
in. Þér voruð vænn að gera mér
þennan greiða.“
Svo fór hann, og dyrnar lok-
uðust að baki hans. Hann gekk
niður garðstíginn forviða og
eins og hálf utan við sig. Hann
hafði aldrei fyrr séð nakta
konu. Ekki lifandi, aðeins á
mynd. Það höfðu alltaf verið
óskráð Iög, að sómakær eigin-
kona væri manninum eins kon-
ar hulinn leyndardómur. En
var það sanngjarnt? Áttu þær
að vera svo dularfullar, þegar
þær á annað borð voru svona
fallegar ? Frú Montague var
vissulega sómakær kona.. Og
eins var með manninn henn-
ar. Hann myndi aldrei sam-
þykkja neitt, sem ekki var
rétt . . . Gomer varð skyndi-
lega sannfærður um, að, það
væri konunni alveg eðlilegt að
taka á móti manni sínum alls-
nakin. Auk þess var það svo
Ijómandi skemmtilegt.
Um leio og hann opnaði garðs-
hliðiö kom hann auga á rós,
fast við girðinguna. Stór, rauð
blómin freistuðu hans. Hann
teygði sig yfir, strax og hann
var kominn út fyrir, og sleit
eitt þeiri-a af stilknuin. Það tæki
enginn eftir því. Hann stakk
blóminu í brauðkassann sinn.
Gomer skálmaði þrjózkulega
heim til sín. Nú ætlaði hann
að semja frið við Blodwen. En
hann ætlaði e.kki að skríða fyr-
ir henni. 'Þegar á allt var lit’ið
var húrí þo konan hans, og hánn
Vár ekki kröfuharður eiginríiáð'-