Úrval - 01.06.1957, Síða 16

Úrval - 01.06.1957, Síða 16
tJRVAL OPINBERUN ur. Auk þess þótti honum mjög vænt um hana — stundum fannst honum hún meira að seg'ja svo falleg, að hverjum manni væri sómi að því að vera kvæntur henni. „ÖSKÖP kemurðu seint!“ sagði hún ásakandi. Og án þess aó bíða eftir svari, hélt hún áfram: „Ef maturinn er orðinn óætur, þá skaltu ekki voga þér að kenna mér um það!“ „Með öðrum orðum — hann er það!“ anzaði hann, en brosti þó tii hennar, svo að skein í hvítar, sterklegar tennurnar. ,,Þú getur þá komið á rétt- um tíma!“ nöldraði hún og stakk vonzkulega í kjötstykk- ið. Hann laut áfram og sló hana þéttingsfast í bakhlutann. Hún rak upp óp, og kjötið rann út af diskinum, vó salt á borð- brúninni og datt svo niður á gólf. Dirfska hans kom Blod- wen mjög á óvart og henni hitnaði í hamsi. Hún kerrti hnakkann, kinnarnar urðu eld- rauðar, og svo strunsaði hún fram í búrið eins og reiður kalkún. „Nú er mér nóg boðið!“ org- aði hún. „Meira en nóg boðið!“ Og um leið lét hún glamra hátt í pottum og pönnum. „Taktu þetta ekki svona nærri þér, ljúfan,“ sagði hann góðlátlega. „Þetta var ekki neitt. Það kom bara svolítið ryk á kjötbitann, það er allt og sumt. Hagaðu þér ekki eins og kjáni, Blod. Hvar eru kart- öflurnar? Ég er glorhungrað- ur.“ Hann vissi, að þessi friðþæg- ingartónn myndi koma henni á óvart. Undir venjulegum kring- umstæðum hefði hann húð- skammað hana. En hún hreyfði sig ekki. Hann andvarpaði og gekk fram. Hún sneri við hon- um bakinu og fór að fást við þvottakranann. Hann gekk til hennar og hvíslaði í eyra henn- ar. „Elskan mín, hvað gengur að þér? Svona áttu ekki að taka á móti manninum þínum, þegar hann kemur þreyttur heim frá vinnu, þar sem hann stritar til að geta séð fyrir þér. Snúðu þér við, Blod — lof- aðu mér að sjá gleðisvip á and- litinu á þér eins og í gamla daga. Sjáðu bara, hvað karl- inn færir þér — “. Hann hafði staðið með rósina fyrir aftan bak; nú kitlaði hann Blodwen bak við eyrað með henni, og rak hana svo upp að nefinu á henni. „Finndu ilminn! Þú get- ur fest hana í blússuna þína.“ Hún sneri sér að honum og sagði reiðilega: „Hvað á ég að gera með rós í hversdagsblúss- una mína. Hvar hefurðu annars náð í þetta?“ Hún var önug i málrómnum. „Þú vilt kannski fá að vita það, ha?“ Hún kastaði til höfðinu. 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.