Úrval - 01.06.1957, Side 17

Úrval - 01.06.1957, Side 17
OPINBERUN URVAL ,,Jæja . . . Þú getur látið hana í bolla þarna á borðinu." MEÐAN þau mötuðust byrj- aði hún aftur að söngla um píanóið. ,,Það kom verðlisti í dag frá Jones & Evans. Þeir hafa ódýrari hljóðfæri en hin- ir. Það er t. d. eitt, sem mað- ur getur fengið með góðum af- borganaskilmálum — sjö og hálft pund á viku.“ Sem snöggvast var eins og þrumuský færi yfir andlit hans. Hann þagði. Hún hélt áfram að rausa, og loks gat hann skot- ið inn í: ,,Já, já, já. Við sjáum til.“ Þegar máltíðinni var lokið, var motta látin á gólfið fram- an við arininn og siðan var þvottabali borinn inn og settur á mottuna. Blodwen, sem hafði talsverða krafta í kögglum, lyfti heljarstórum katli af eld- inum og hellti sjóðandi vatn- inu í balann. Gomer afklæddist. Hann var skítugur frá hvirfli til ilja eftir vinnuna í nám- unni. Blodwen hellti köldu vatni saman við, og Gomer settist í balann. Meðan hann þvoði sér, tók hún til frammi í eldhúsinu. Hún var lipur og rösk húsmóð- ir og hélt heimilinu hreinu og þokkalegu. ,,Þá er bakið tilbúið!“ kall- aði Gomer. ,,Ég kem rétt strax,“ sagði hún kaldranalega og bar það síðasta af leirtauinu fram í búrið. Hann stóð í balanum og beið. Milli herðablaðanna var stór, þríhyrndur blettur, svart kola- ryk, sem var sérstaklega áber- andi núna, þegar hinn hluti líkamans var orðinn hreinn og fágaður. Gomer vissi mæta vel, að Blodwen gerði það af þrá- kelkni að láta hann bíða svona. Hann hefði getað öskrað á hana, en hann vildi það ekki núna — ekki í dag. Þess vegna stillti hann sig og beið, fullur brennandi eftirvæntingar. Þeg- ar henni loksins þóknaðist að koma inn og skrúbba á honum bakið, sagði hann ekkert. Hann lét sér nægja að muldra um leið og hún var búin: „Þú berð ekki mikla virðingu fyrir húðinni á manninum þínum, Blod. Þú nuddar mig og skrap- ar, eins og ég væri gömul leð- urpjatla.“ „Hvað ertu að nöldra!“ sagði Blodwen. „Á ég kannski að út- vega þér lítinn, dúnmjúkan púðurkvasta ?“ Hann hló góðlátlega. Það var áríðandi, að hún kæmist í gott skap. ,,Og, jæja. Einhvern tím- ann kemur að því, ljúfan, að þú kannt að meta það, hvað húðin á mér er mjúk og falleg." „Gættu þín að rifna ekki af mikilmennsku, gortarinn þinn!“ sagði hún og leit undan, með- an hann þurrkaði sér rösklega með handklæðinu. Þegar hann stuttu seinna sat 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.