Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 17
OPINBERUN
URVAL
,,Jæja . . . Þú getur látið hana
í bolla þarna á borðinu."
MEÐAN þau mötuðust byrj-
aði hún aftur að söngla um
píanóið. ,,Það kom verðlisti í
dag frá Jones & Evans. Þeir
hafa ódýrari hljóðfæri en hin-
ir. Það er t. d. eitt, sem mað-
ur getur fengið með góðum af-
borganaskilmálum — sjö og
hálft pund á viku.“
Sem snöggvast var eins og
þrumuský færi yfir andlit hans.
Hann þagði. Hún hélt áfram
að rausa, og loks gat hann skot-
ið inn í: ,,Já, já, já. Við sjáum
til.“
Þegar máltíðinni var lokið,
var motta látin á gólfið fram-
an við arininn og siðan var
þvottabali borinn inn og settur
á mottuna. Blodwen, sem hafði
talsverða krafta í kögglum,
lyfti heljarstórum katli af eld-
inum og hellti sjóðandi vatn-
inu í balann. Gomer afklæddist.
Hann var skítugur frá hvirfli
til ilja eftir vinnuna í nám-
unni. Blodwen hellti köldu vatni
saman við, og Gomer settist í
balann. Meðan hann þvoði sér,
tók hún til frammi í eldhúsinu.
Hún var lipur og rösk húsmóð-
ir og hélt heimilinu hreinu og
þokkalegu.
,,Þá er bakið tilbúið!“ kall-
aði Gomer.
,,Ég kem rétt strax,“ sagði
hún kaldranalega og bar það
síðasta af leirtauinu fram í
búrið.
Hann stóð í balanum og beið.
Milli herðablaðanna var stór,
þríhyrndur blettur, svart kola-
ryk, sem var sérstaklega áber-
andi núna, þegar hinn hluti
líkamans var orðinn hreinn og
fágaður. Gomer vissi mæta vel,
að Blodwen gerði það af þrá-
kelkni að láta hann bíða svona.
Hann hefði getað öskrað á
hana, en hann vildi það ekki
núna — ekki í dag. Þess vegna
stillti hann sig og beið, fullur
brennandi eftirvæntingar. Þeg-
ar henni loksins þóknaðist að
koma inn og skrúbba á honum
bakið, sagði hann ekkert.
Hann lét sér nægja að muldra
um leið og hún var búin: „Þú
berð ekki mikla virðingu fyrir
húðinni á manninum þínum,
Blod. Þú nuddar mig og skrap-
ar, eins og ég væri gömul leð-
urpjatla.“
„Hvað ertu að nöldra!“ sagði
Blodwen. „Á ég kannski að út-
vega þér lítinn, dúnmjúkan
púðurkvasta ?“
Hann hló góðlátlega. Það var
áríðandi, að hún kæmist í gott
skap. ,,Og, jæja. Einhvern tím-
ann kemur að því, ljúfan, að
þú kannt að meta það, hvað
húðin á mér er mjúk og falleg."
„Gættu þín að rifna ekki af
mikilmennsku, gortarinn þinn!“
sagði hún og leit undan, með-
an hann þurrkaði sér rösklega
með handklæðinu.
Þegar hann stuttu seinna sat
31