Úrval - 01.06.1957, Qupperneq 18
Ú R V A L
OPINBERUN
í makindum framan við arininn
og hún var á leiðinni upp til að
skipta.um föt, sagði hann:
„Þú ætlar þó ekki út í kvöld,
Blod-?“:
„Jú, ég ætla á bænasam-
komn.“.
„Gerðu það fyrir mig ao vera
heima,“ sagði hann biðjandi.
Hún leit forviða á hann. Það
var alger nýlunda, að hann tal-
aði kurteislega við hana og
hefði áhuga á því, sem hún tók
sér fyrir hendur. „Nú?“ anzaði
hún og bjó sig til atlögu.
Hann hoffði framan í hana,
ungur og sterkur, með glampa
í augunum og undarlegt bros
á vörum. „Farðu nú samt upp
og hafðu fataskipti," sagði
hann.
Hún yppti öxlum og fór.
Gomer sat rólegur og beið
eft-ir henni. Þegar hún kom nið-
ur- aftur, var hún í ferskjulit-
um silkikjól, og nýþvegið and-
lit liennar var bjart og fagurt.
Hann leit á hana hrifinn og
sagði blíðlega: „Komdu hingað,
Blod.“
„Hvað viltu?“ spurði hún
hljómlaust, en þó var eins og
eifthvert dulið aff seiddi hana
tij hans. Hún þóttist vera að
leita ao einhverju á arinhill-
unni.
•.-..„Þú ert falleg í kvöld,“
sagði hann um leið og hann laut
áfram og dr.ó hana niður til sín.
Hún bað guð. að hjálpa sér,
það væri ekfei . viðeigandi að
yera með svona.- fíflalæti, þeg-
ar hún væri í bezta kjólnum
sínum. En hann hélt henni
fastri, svo að henni var nauð-
ugur einn kostur að halda sér
í sfeef jum. Hann hvíslaði nokkr-
um orðum í eyra henni.
1 einu vetfangi hafði hún slit-
ið sig lausa og gefið honum vel
útilátinn löðrung. Hann stökk
á fætur. Á kinn hans og hálsi
var eldrauður blettur eftir
höggið.
„Ja, skárra er það,“ hvæsti
hún. „Ég á ekkert einasta orð!
Þú ert svei mér þokkapiltur!
Hver heldurðu, að ég sé? Ég
ætla að biðja þig að muna eftir
því, að ég er konan þín. Ann-
ars skaltu fá að kenna á því,
kalli minn!“ En þrátt fyrir stór-
yrðin var einhver dulinn ótti í
rödd hennar.
Nú var honum nóg boðið.
Hann gekk nær henni og hróp-
aði: Þar sagðir þú einu sinni
sannleikann! Ég geri þetta ein-
mitt af því að ég hef ekki
gleymt, að þú ert konan mín.
Það er nóg komið af þessum
dintum þínum og duttlungum.
Maður skyldi ætla, að ég væri
bara leigjandi í húsinu. Nú ger-
irðu eins og ég segi þér, og það
á stundinni, heyrirðu það!“
„Aldrei!“ æpti hún. „Aldrei
hef ég heyrt annan eins dóna-
skap!“
„Hvað er dónalegt við það?“
spurði hann þykkjuþungur.
„Sérðu mig kannski ekki í hvert
skipti og ég baða mig?“
Hún hörfaði. frá honum og