Úrval - 01.06.1957, Side 21

Úrval - 01.06.1957, Side 21
OPINBERUN ÚRVAL ari konu — þessari frú Mon- tague," másaði hún og stóð næstum á öndinni. Það leit helzt út fyrir, að hún ætlaði að fljúga á hann, en hún stóð bara og tvísteig eins og hundur í bandi, sem er espaður upp. Það var æðisglampi í aug- um hennar. „Svo þar hefurðu þá verið, þegar þú hefur komið seint heim. Það er þar, sem þú spilar hjónasæng á kvöldin, það er —“ „Svona, svoria, Blodwen,“ sagði hann og reyndi að stilla hana. En hún dengdi yfir hann ákærunum, svo að hann lét sér nægja að hlusta. Tvírætt bros lék um varir hans. Blodwen varð sífellt æstari, og það voru engar sykursætar athugasemd- ir, sem hún lét fjúka. Honum fannst gaman að horfa á hana svona ofsafengna, hún var ynd- islegri en nokkru sinni fyrr. Hún var svo stórkostleg, að Gomer brosti út undir eyru. Við það sleppti hún sér alveg. „Ég verð ekki einum sólar- hring lengur í þessu húsi. Ég fer heim til mömmu!“ Hann fann, að nú hafði tryll- ing hennar náð hámarkioghann stóð upp og gekk til hennar. Hún hopaði á hæl, en hann fylgdi fast eftir. Hann tók um arma hennar og þrýsti henni þétt að sér. „Nú er ég búinn að hlusta nógu lengi á móðganir þínar, Blod. Hver segir þér, að ég sé hjá öðrum konum? Ha? Hefur gamla skrukkan verið að spýta einhverju í þig?“ „Þú sagðir henni, að þú hefð- ir séð frú Montague alls- nakta . . .“ „Já, það er satt. Er nokkuð Ijótt við það?“ „Ö!“ Blodwen brauzt um til að losna úr faðmlögum hans. „Sumar konur reyna ekkert að dylja fegurð sína,“ sagði hann. „Frú Montague veit ósköp vel, hvernig hún á að geðjast manninum sínum. Hlustaðu nú á mig, litli kján- inn minn . . .“ Og hann sagði henni frá öllu, sem gerðist heima hjá frú Montague. Hún þagði. Andlit hennar var kafrjótt og það var bæði undrun og eftirvænting í svipn- um. 1 augum hennar brá fyrir undarlegu bliki. „Nú veiztu það,“ hélt Gom- er áfram. „Þarna sérðu, hvað þú ert fljót til að trúa því versta um mig. Ég kom heim í kvöld og vonaðist eftir að sjá eitt- hvað, sem væri ennþá betra en það sem frú Montague sýndi mér. Og ef þú hefðir ekki ver- ið illa uppalin, þá hefði ég líka fengið að sjá það. Þar liggur hundurinn grafinn. Þú ert alin þannig upp, að þú blygðast þin alltof, alltof mikið.“ BLOWDEN laut höfði. Drætt- irnir í rjóðu og hraustlegu andliti hennar voru svo mjúk- ir, að hann fylltist viðkvæmni. Hann sagði blíðlega: ,,Á ég að 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.