Úrval - 01.06.1957, Side 24
tmVAL
AUÐÆFI LOFTSINS
liðið haust var enn ein eldflaug
send á loft til að rannsaka, hvar
súrefnisfrumeindimar væru
þéttastar. Natríum var notað til
prófunar, en það brennur með
sérkennilegum gulum loga, þeg-
ar súrefni er fyrir hendi. Nat-
ríum var stöðugt tæmt út í loft-
ið eftir að komið var í 30 mílna
hæð. Ekkert ljós sást fyrr en
eldflaugin var komin 42 mílur
frá skotturninum. 1 45 mílna
hæð varð blossinn skærari og
milli 45 og 48 mOna sást hann
í tíu sekúndur samfleytt. 1 48
til 57 mílna hæð var stöðug
glóð, sem varði í hálfa aðra
mínútu. En þegar komið var upp
í 57 mílur fór hún að dofna og
í 60 rnílna hæð slokknaði hún
alveg.
Þegar hér var komið sögu,
töldu menn undirstöðuatriði
þessara rannsókna svo vel kunn,
að óhætt væri að leggja drög að
geimfari, er flogið gæti upp í 50
til 60 mílna hæð og notað súr-
efnisfrumeindir sem brennslu-
efni. Þær áætlanir voru byggðar
á þeirri einföldu staðreynd, sem
kannski á eftir að hafa úrslita-
þýðingu: súrefnisf rumeindir
dragast í eðli sínu að hvaða
yfirborði sem er.
Þegar „námumenn loftsins“
höfðu uppgötvað, hvar súrefnis-
frumeindir var að finna, sneru
þeir sér að öðrum ef num í geimn-
um. Kl. fimm mínútur gengin
í tvö, laugardaginn 2. febrúar
s. 1. skutu þeir á loft eldflaug
hlaðinni ethylene, til þess að
leita að köfnunarefnismagni í
háloftunum. Og köfnunarefnið
fannst. En hve mikið magn það
er og hvernig er hægt að hag-
nýta það, er verkefni, sem bíð-
ur okkar ævintýralegu fram-
tíðar.
Enn mætti nefna tvær „elds-
neytisæðar“ úti í geimnum, sem
gætu haft hina mestu þýðingu
fyrir vísindin, þótt enn hafi það
ekki verið rannsakað. Önnur
þeirra er ozone-lagið í 15—25
mílna hæð. Hin er í 42—48
mílna hæð, þar sem klofning
vatnsgufu hlýtur að leysa úr
læðingi bundnar vetnisfrum-
eindir.
Hjartað á réttum stað.
Irskur liðþjálfi hafði fengið heiðurspening fyrir hetjulega
framgöngu í stríðinu og var nú að svara spurningum blaða-
manns: „Jú, það var þannig, að ég var í miðri eldlínunni
i þegar ég fékk kúlu í hrjóstið; hún fór i gegnum mig og út
um bakið."
Blaðamaðurinn: ,,En það lán, að hún skyldi ekki fara í
gegnum hjartað í yður og drepa yður.“
„Nei, það var ekki svo mikil hætta á þvi," sagði liðþjálfinn,
„ef ég á að segja vður eins og er, þá var ég með hja.rtað i
buxunum þá stundina."
-•22 /
— Blaek and White.