Úrval - 01.06.1957, Side 26
TjRVAL
byggt á í næstum heila öld.
Samkvæmt því er fjölbreytni
dýralífsins, þar sem hver teg-
und hefur sín sérstöku einkenni,
komin til af sjálfkrafa tegunda-
vali innan dýraríkisins: hæfari
tegundirnar, þ.e.a.s. þær, sem
eiga flesta afkomendur, taka við
af hinum, og það veldur smátt
og smátt breytingum á löngu
þróunarskeiði. Skipuleg aðferð
býflugnanna við frjóvgun blóm-
anna og fæðusöfnun þeirra í
smáklefa, sem virðast hagan-
lega gerðir, sýnir aðeins það
gildi, sem lífhæfni tegundarinn-
ar hefur, en á ekkert skylt við
venjulega hegðun.
í öðru lagi eru skoðanir vís-
indamannanna byggðar á þróun
iíffærafræðinnar. Þekkingu okk-
ar á starfsemi dýralíkamans
höfum við öðlazt með því að
foeita lögmálum eðlis- og efna-
fræði við athuganir okkar á
hvers kyns • lífshræringum. 1
fyrstu voru notuð lögmál New-
tons og ýmis undirstöðuatriði
efnafræðinnar, en nú, þegar raf-
eindavélarnar eru komnar til
sögunnar, hefur verið reynt að
gera vélræna eftirlíkingu af heil-
anum.
Enn sem komið er, hefur okk.
ur ekki tekizt að ná verulega
langt í skilgreiningu okkar á
starfsemi heilans; samt hefur
töluvert áunnizt með nákvæm-
um lýsingum og niðurröðun aug-
Ijósra viðbragða; við vitum
harla lítið hvernig ,,vélin“ starf-
ar, en við viturn að nokkru
,,SKYNSEMI“ DÝRANNA
leyti, hvað hún gerir og hvaða.
efni verka hvetjandi á hana.
Við skulum nú athuga nokk-
ur dæmi um ,,skynsamlega“
hegðun dýra. Af villtum dýrum,
sem lifa í nábýli við okkur, hafa
rotturnar verið taldar gæddar
sérstökum hæfileikum. Þær hafa
oft, í fullri alvöru, verið kall-
aðar mjög skynsamar skepnur,
og þessir hæfileikar eru sagðir
koma þeim mjög að notum við
að forðast gildrur og eitraðan
mat. Þessi skoðun manna kem-
ur til af því, að rottur éta oft
ekki mat, sem hefur verið eitr-
aður fyrir þær, og svo vegna
þess, hve afar erfitt er að veiða
þær í gildrur.
En beinar rannsóknir tvo síð-
ustu áratugina, hafa leitt í ljós,
að villtar rottur, sern eru á
flakki í heimahögum, sneiða
nærri alltaf hjá óvenjulegum
hlutum, hvort sem þeir eru
skaðlegir eða ekki — jafnvel
þótt um sé að ræða hið mesta
hnossgæti. Þessi ósjálfráða ó-
beit á ekkert skylt við skynsemi,
en hún hefur ákveðna þýðíngu
fyrir lífhæfni tegundarinnar.
Þessa hegðun rottunnar hafa
menn fært sér í nyt í barátt-
unni gegn henni sem sýklabera.
Enginn er þó kominn til að
segja, að rotturnar geti ekki
lært sitt af hverju. Og sum
spendýr eru miklu „skynsam-
ari“ en þær. Vandinn er sá, að
komast að því, hvað hver ein-
stök tegund getur gert og
hvernig hún gerir það.
24