Úrval - 01.06.1957, Page 30
ÚRVAL
drukkið áfengi, þjáði mig sekt-
arvitund, sem lýsti sér í þung-
lyndi. Ég var einmana vera í
varnarstöðu gagnvart fjand-
samlegum heimi. Mér fannst
heimurinn ekki kæra sig um
mig, að allir menn væru á móti
mér.
Ég hefði átt að vera fullur
tilhlökkunar, því að ég var á
leið til Topekaborgar, til að viða
að mér efni í bók, sem ég ætl-
aði að skrifa um dr. C. F. Men-
ninger, hinn mikla brautryðj-
anda og mannvin, sem með
starfi sínu hafði dregið þús-
undir manna upp úr díki brjál-
seminnar. 1 stað þess var ég
fullur örvæntingar og beiskur
út í allt og alla. Mig furðaði á,
að Menninger skyldi hafa getað
lifað í þeirri blekkingu í 91 ár,
að lífið væri gott og fagurt.
Skyndilega kom ég að dálítilli
beygju á veginum og hrökk upp
af þessum ömurlegu hugsunum.
Bíllinn lét ekki að stjórn. Ég
stöðvaði hann, og þegar ég kom
út úr honum sá ég að krapinn
hafði hlaðizt undir aurbrettin og
myndað íshellu beggja megin
við hjólin, svo að ekki var hægt
að snúa þeim. Með skrúflykli
tókst mér á klukkutíma að
brjóta ísinn frá hjólunum, en
þá var ég orðinn örmagna.
Mér var þungt um andardrátt
eftir að ég var seztur við stýr-
ið. Allt í einu var eins og rif-
beinin í mér herptust saman líkt
og krepptur hnefi, og sáran verk
lagði út í vinstri handlegginn.
BORGIN HJARTAHLl'JA
Ég stöðvaði bílinn og greip and_
ann á lofti. Gráguggið andlitið
sem ég sá í bílspeglinum, virt-
ist vera farið að blána. (Seinna
var mér sagt, að það sem kvöl-
unum olli, hafi verið ónógt blóð-
rennsli til hjartavöðvans.)
Vegurinn var auður svo langt
sem sá; ég varð að aka áfram.
Þrjózkufullur vilji til að lifa,
hlýtur að hafa borið mig
til næstu borgar. Ég man að-
eins, að mér fannst það kald-
hæðni örlaganna, að hún skyldi
heita Garðbær, og að við veg-
inn inn í hana skyldi vera spjald
sem stóð á „Velkominn til Garð-
bæjar“.
Hið næsta sem ég man er, að
einhver hjálpaði mér inn í lítið
hús þar sem bjó ungur læknir.
Fjölskylda hans og nokkrir
gestir voru að setjast að kvöld-
verði. Ég kvaðst geta beðið, en
læknirinn bannaði mér að tala.
Hann svo gott sem bar mig upp
í svefnherbergið sitt og lagði
mig á mjallhvítt rekkjulínið í
fötum og skóm. Konan hans
hjálpaði honum til að færa mig
úr jakkanum og skyrtunni.
Hann skoðaði mig nákvæm-
lega. Mér var nú svo algerlega
þorrinn máttur, að ég þráði
mest að öllu væri lokið; mér
fannst það mundi vera betra
að deyja hér í þessu herbergi
en úti á þjóðveginum. Pillu var
rennt undir tunguna á mér og
einhverju dælt í æð. Eftir aðra
inndælingu hurfu kvalirnar og
ég sofnaði.
28