Úrval - 01.06.1957, Page 31

Úrval - 01.06.1957, Page 31
BORGIN HJARTAHLÝJA tJRYAL Ég vaknaði aftur í sjúkrahúsi með súrefnisgrímu fyrir andlit- inu. Læknirinn stóð við rúmið. Ég vissi, að hann bar ábyrgð á greiðslu sjúkrahússkostnaðar vegna mín, og ég lyfti grímunni og sagði: ,,Það eru nokkrar ferðaávísanir í jakkavasa mín- um. Ég skal skrifa undir nokkr- ar þeirra.“ „Setjið grímuna á andlitið á yður aftur og hættið að hugsa um peninga,“ sagði hann góðlát. lega. „Látið mig um áhyggjurn- ar.“ Eitthvað í fasi hans kom mér til að rétta fram höndina. And- artak hélt hann í hönd mína og sagði svo hranalega: „Þér eruð meðal vina.“ Mig langaði til að gráta. Það var eins og ég hefði verið boðinn aftur velkominn til lífsins. Hljóðlát systir gaf mér sprautu og ég sofnaði aftur. Þegar ég vaknaði, var kominn morgunn og súrefnisgríman hafði verið tekin af mér. Það voru blóm í stofunni. Undir eins og hjúkrunarkonan kom inn spurði ég hana hvaðan þau væru. „Frá öðrum sjúklingum T. lækn- is,“ sagði hún. Þegar hún spurði mig hvernig mér íiði, bætti hún við, að það væri alltaf verið að spyrja sig um það. „Mér líður betur,“ sagði ég, „en hvað kemur til að allt þetta fólk vill fá að vita hvernig al- ókunnugum manni líður og send- ir honum blóm?“ „Það flýgur fiskisagan," sagði hún. Hýrleg, írsk systir kom inn með kaffi. „Blessaður maður- inn hlýtur að vera örmagna,“ sagði hún og brosti góðlátlega. „Þetta yljar yður.“ Og svo bætti hún við: „Ég bað fyrir yður í gærkveldi, og það gerðu hinar systurnar líka. Við munum ekkj gleyma yður.“ Ég varð orðlaus. Hér mætti ég óeiginlegri vináttu og hjarta- hlýju af því tagi sem ég hafði ímyndað mér að ekki væri til nú á tímum. Og ég var alls ókunnugur öllu þessu fólki! Þeg- ar hjúkrunarkona kom með sprautu, kvaðst ég ekki kæra mig um hana. Ég var enn með verk, en ég vildi ekki að neitt sljóvgaði þá öryggiskennd sern ég hafði öðlazt. En hjúkrunar- konan tók mótmæli mín ekki til greina. Læknirinn kom inn brosandi. „Þér skutuð mér alvarlega skelk í bringu í gær,“ sagði hann, „en svona tilfelli veldur ekki nærri alltaf varanlegu tjóni.“ Meðan hann var að skoða mig, sagði hann mér að hann hefði sett bílinn minn inn í bílskúrinn sinn og hefði gerzt svo djarf- ur að taka úr föggum mínum það dót, sem ég þyrfti á að halda í sjúkrahúsinu. „Ef ekki kemur neitt óvænt fyrir,“ bætti hann við, „getið þér tekið á móti heimsóknum eftir tvo daga. Kunningjar mínir, sem voru hjá mér þegar þér komuð, hafa beð- ið um að mega heimsækja yður, og nokkra sjúklinga mína lang- 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.