Úrval - 01.06.1957, Side 32

Úrval - 01.06.1957, Side 32
ÚRVAL BORGIN HJARTAHLÝJA ar til að kjnnast yður. Þér kom- izt ekki hjá því að vera hér í tvær vikur að minnsta kosti. Það er eins gott að njóta þess tíma eins og kostur er.“ Jafnvel næstu tvo daga meðan heimsóknir voru enn bannaðar, staðnæmdust nokkrir sjúkling- ar eða skyldmenni þeirra við dyrnar hjá mér til að spyrja hvernig mér liði og skilja eftir handa mér tímarit, bækur og blóm. f þessu viðmóti fólst nátt- úrleg hjartahlýja og einlægur áhugi á líðan minni, og ég fann hvemig mér óx kjarkur. Eftir að ég mátti fá heim- sóknir, komu margir til mín og margir buðu mér heim eftir að ég væri laus af sjúkrahúsinu. Og það var alltaf gnægð blóma í stofunni hjá mér. Mér var gefið svo mikið, að það var mér mikill léttir, þegar ég fékk líka tækifæri til að gefa. Ég hafði tekið eftir ungum manni, sem gekk fram og aftur um ganginn. Það leyndi sér ekki að honum leið illa og ég bað hann að koma inn og tala við mig. Hann sagði mér að systir sín þjáðist af hvítblæði og að sjálfsögðu væri engin von um bata, en hún vissi ekki, að hún ætti skammt eftir ólifað. Hún væri efnileg stúlka, og hún hefði nýlokið háskólaprófi, og fram- tíðiii hefði því blasað við henni þegar hún veiktist. Pilturinn var beiskur út af örlögum syst- ur sinnar og leyndi ekki beiskju sinni fyrir neinum. 30 „Koma einhverjir til henn- ar?“ spurði ég. „Það vantar ekki,“ sagði hann. „Afglapar, sem ekki hafa hugmynd um hvað bíður henn- ar. Þeir hlæja og tala og láta hana segja sér frá framtíðar- áætlunum sínum.“ Ég varð undrandi að heyra sjálfan mig segja, að ef hún dæi með óbilaða trú á framtíðar- áform sín og umvafin ást og vináttu, væri hún gæfusöm. „Áformið sjálft eða framtíðar- draumurinn er alltaf meira virði en framkvæmd hans,“ heyrði ég sjálfan mig segja. „Hún er allra hugljúfi nú — hún hefur ekki sært neinn, ekki háð samkeppni við neinn, hvergi vakið afbrýði- semi. Þér getið verið þakklátur fyrir að hún kveður ekki mitt í ósigri, eins og margir aðrir.“ Þetta voru furðuleg orð af mín- um vörum! En tveim dögum seinna kom pilturinn aftur inn til mín með allt öðru og bjart- ara yfirbragði. Þá fáu daga sem ég dvaldi í Garðbæ, eftir að ég kom af sjúkrahúsinu, fannst mér sem ég væri nú aftur kominn heim, sem ég og var í raun og veru — ég hafði gengið í mannfélag- ið að nýju og öðlazt nýja trú á mennina. Áður hafði ég álitið, að sérmenntaðir menn, t. d. lækn- ar, sem settust að í smábæj- um, væru að leita sér hælis í makræði meðalmennskunnar. T. læknir breytti þeirri skoðun minni; augljóst var, að hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.