Úrval - 01.06.1957, Side 34

Úrval - 01.06.1957, Side 34
Philipsverksmiðjurnar eru áþreifanleg sönnun þess, að stóriðnaður getur blómgast hjá Smá- engu síður en stórþjóðum. Hollenzki risinn í heimi raftækni Grein úr „The Financial Times“, eftir J. T>. Katcliff. HINN 13. maí 1940 — þeg- ar útlitið var hvað dekkst fyrir Bandamenn í styrjöldinni — síðustu leifar brezka hersins voru að yfirgefa meginlandið og Holland að gefast upp — brun- aði brezkur tundurspillir inn á hættusvæði undan Hollands- strönd í óvenjulegum björgun- arleiðangri. Án þess að skeyta um þýzka kafbáta og flugvélar lagðist hann að bryggju í Hook og tók um borð 25 menn. Það voru ekki brezkir þegnar eða sveit hermanna í herkví, heldur vísinda- og starfsmenn í þjón- ustu hinnar miklu hollenzku raf- lækjaverksmiðju Philips Com- pany. Bretar töldu þessa björgunar- tilraun svo mikilvæga, að þeir vildu hætta á að fóma einum tundurspilli sínum, svo dýrmæt- ir sem þeir voru þá — enda reyndist hún svo, því að þessir starfsmenn Philips höfðu með- ferðis teikningar af rafeinda- tækjum, sem áttu eftir að gegna mikilvægu hlutverki í styrjöld- inni. Eitt þeirra var rafeinda- lampi, sem síðar var notaður í radartæki. Annar lampi, sem breytir ósýnilegum innrauðum geislum í sýnilega geisla, var notaður í leitartæki, einskonar leitarsjá (sniperscope), sem mikið var notuð á vígstöðvun- um til að leita uppi óvina-her- flokka í myrkri. Philips er eitt merkilegasta fyrirtæki í heiminum og hefur þanið starfsemi sína víðar út um heim en ef til vill nokkurt annað fyrirtæki. Það hefur verksmiðjur í 32 þjóðlöndum og 150.000 manns í þjónustu sinni, og framleiðir vörur fyrir 700 milljónir dollara á ári. Það er áþreifanleg sönnun þess, að stóriðnaður getur blómgazt hjá smáþjóðum engu síður en stór- þjóðum. Þegar heimamarkaður. inn var orðinn of þröngur fyrir Philips-verksmiðjurnar, leituðu þær sér verkefna í öðrum lönd- um. Philipsverksmiðjur, sem framleiða rafmagnsperur, eru í Egyptalandi, Indónesíu og 20 öðrum löndum. Philips hefur af. greitt röntgentæki til sjúkra- húsa í Burma, sýningartæki til kvikmyndahúsa í Bandaríkjun- 32'
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.