Úrval - 01.06.1957, Síða 34
Philipsverksmiðjurnar eru áþreifanleg sönnun
þess, að stóriðnaður getur blómgast hjá
Smá- engu síður en stórþjóðum.
Hollenzki risinn í heimi raftækni
Grein úr „The Financial Times“,
eftir J. T>. Katcliff.
HINN 13. maí 1940 — þeg-
ar útlitið var hvað dekkst
fyrir Bandamenn í styrjöldinni
— síðustu leifar brezka hersins
voru að yfirgefa meginlandið og
Holland að gefast upp — brun-
aði brezkur tundurspillir inn á
hættusvæði undan Hollands-
strönd í óvenjulegum björgun-
arleiðangri. Án þess að skeyta
um þýzka kafbáta og flugvélar
lagðist hann að bryggju í Hook
og tók um borð 25 menn. Það
voru ekki brezkir þegnar eða
sveit hermanna í herkví, heldur
vísinda- og starfsmenn í þjón-
ustu hinnar miklu hollenzku raf-
lækjaverksmiðju Philips Com-
pany.
Bretar töldu þessa björgunar-
tilraun svo mikilvæga, að þeir
vildu hætta á að fóma einum
tundurspilli sínum, svo dýrmæt-
ir sem þeir voru þá — enda
reyndist hún svo, því að þessir
starfsmenn Philips höfðu með-
ferðis teikningar af rafeinda-
tækjum, sem áttu eftir að gegna
mikilvægu hlutverki í styrjöld-
inni. Eitt þeirra var rafeinda-
lampi, sem síðar var notaður í
radartæki. Annar lampi, sem
breytir ósýnilegum innrauðum
geislum í sýnilega geisla, var
notaður í leitartæki, einskonar
leitarsjá (sniperscope), sem
mikið var notuð á vígstöðvun-
um til að leita uppi óvina-her-
flokka í myrkri.
Philips er eitt merkilegasta
fyrirtæki í heiminum og hefur
þanið starfsemi sína víðar út
um heim en ef til vill nokkurt
annað fyrirtæki. Það hefur
verksmiðjur í 32 þjóðlöndum og
150.000 manns í þjónustu sinni,
og framleiðir vörur fyrir 700
milljónir dollara á ári. Það er
áþreifanleg sönnun þess, að
stóriðnaður getur blómgazt hjá
smáþjóðum engu síður en stór-
þjóðum. Þegar heimamarkaður.
inn var orðinn of þröngur fyrir
Philips-verksmiðjurnar, leituðu
þær sér verkefna í öðrum lönd-
um. Philipsverksmiðjur, sem
framleiða rafmagnsperur, eru í
Egyptalandi, Indónesíu og 20
öðrum löndum. Philips hefur af.
greitt röntgentæki til sjúkra-
húsa í Burma, sýningartæki til
kvikmyndahúsa í Bandaríkjun-
32'