Úrval - 01.06.1957, Síða 41
ÞEGAR ÖLÐ TCMSTUNDANNA GENGUR 1 GARÐ
ÚRVAL
hefur það verið siður, að leggja
ekki eins mikla vinnu á nem-
endur og tíðkast í öðrum lönd-
um Evrópu. Við það skapaðist
það vandamál, hvemig koma
skyldi í veg fyrir að hópur þrótt-
mikiila unglinga notuðu tóm-
stundir sínar sér og öðrum til
óþurftar. Ekki virðist hafa verið
unnið markvisst að því að leysa
þennan vanda, en hann leystist
næstum því af sjálfu sér með
því að láta drengina iðka leiki,
og í lok nítjándu aldar voru
þessir leikir í rauninni orðnir
skyldunámsgrein í skólunum.
Vegna þess að námið er nú sótt
fastar en áður fyrr, hefur verið
slakað á kröfunum til nemenda
um iðkun leikja.
Það reyndist með öðrum orð-
um gagnlegt, að taka næstum
allan tíma drengjanna tilskyldu-
starfa í einhverri mynd, til þess
að koma í veg fyrir að sumir
þein-a tækju upp óknytti. Þetta
virðist óneitanlega bera keim af
harðstjórn, en aðferðin reyndist
gagnleg, og mikill meirihluti
drengjanna, jafnvel þeir sem
heldur voru klaufskir við leiki,
undu þessu fyrirkomulagi vel.
í Ijósi þessarar reynslu hlýt-
ur sú spurning að vakna, hvort
tómstundir fullorðinna muni
ekki verða til óþurfta í einhverri
mynd, nema þær séu á einhvern
hátt skipulaðar eða skyldu-
bundnar. Er meirihluti mann-
kynsins í raun og veru fær um
að velja sér tómstundaiðju, eða
verður nauðsynlegt að sjá full-
orðnu fólki fyrir einhverju við-
fangsefni í líkingu við skyldu-
leiki skólapilta?
Annað vandamál getur einnig
komið til. Forustumenn á sviði
iðnaðar og tækni hafa mikið fyr-
ir því að finna nógu marga efni-
lega unga menn til tæknistarfa
til þess að tækniþróunin geti
haldið áfram eins og til er ætl-
azt. Það virðist erfiðleikum
bundið að finna þessa menn, og
verður að álykta að skortur sé
á þeim. Sennilegt virðist því,
að slíkir menn muni ekki fá
miklar tómstundir. Starfið er
þeim alla jafna mjög hugleik-
ið, og það getur verið þeim nokk-
ur uppbót; en það breytir ekki
þeirri staðreynd, að þeir munu
þurfa að leggja harðar að sér
en samborgarar þeirra.
Þetta tvennt hefur vakið hjá
mér hugsun, sem mér dettur
ekki í hug að halda fram að
sé annað en skopmynd af hinni
fyrirheitnu öld tómstundanna.
Gerum ráð fyrir að hugsan-
legur vinnutími á viku sé 50
stundir. Tæknifræðingar, sem
vinna 50 stundir á viku, munu
með uppfinningum sínum koma
því til leiðar, að allir aðrir menn
þurfi ekki að vinna nema 25
stunda vinnuviku. Almenningur
verður þá að iðka leiki hinar
25 stundir vikunnar, til þess að
hann valdi ekki sér og öðrum
tjóni. Er líklegt að tæknifræð-
ingarnir sýni mikinn áhuga á
frekari uppfinningum, ef þær
verða til þess eins að stytta
39