Úrval - 01.06.1957, Síða 42
■CTRVAL
ÞEGAR ÖLD TÓMSTUNDANNA GENGUR 1 GARÐ
enn frekar vinnutíma alls al-
mennings, svo að hann geti iðk-
að meiri leiki? Þetta er, eins og
ég sagði, ýkt mynd, en mundi
hið raunverulega ástand verða
svo mjög frábrugðið?
Formælendur meiri tómstunda
benda á dæmi þess, að það hafi
aðeins verið að þakka gnægð
tómstunda, að menn gerðu mik-
ilvægar uppgötvanir á sviði
anda og handar, en þeim láist
að geta þess, að aðeins einn af
þúsundi þeirra, sem höfðu
gnægð tómstunda, lögðu að
mörkum slíkt skapandi starf.
Þeir sem til forna höfðu gnægð
tómstunda, munu allajafna
hafa verið fyrir ofan meðal-
lag að hæfileikum og mennt-
un, svo að skilyrðin hafa því
verið tiltölulega hagstæð, en ef
þeim sem hafa miklar tómstund-
ir f jölgar stórlega, munu ávext-
ir skapandi starfs fara hlut-
fallslega minnkandi. Þetta eru
því engin rök fyrir stórlega
auknum tómstundum almenn-
ings.
Því er einnig haldið fram, að
tómstundir muni veita þeim,
sem hafa áhuga á listum og
andlegu starfi, tækifæri til að
þjálfa með sér hæfileika í þá
átt. Það væri ágætt, svo langt
sem það nær, en vafasamt er
að þar kæmi við sögu nema lít-
ið brot af öllum fjöldanum. Það
þarf staðfestu og einbeitni til
þess að leggja á sig þá vinnu
sem nauðsynleg er til þess að
ná árangri á sviði lista og vís-
inda, og nægileg þrautseigja til
þess að eyða tómstundum sínum
í slíkt nám mun tiltölulega fá-
um gefin. Mér kæmi á óvart, ef
fleiri en tíu af hundraði hefðu
til að bera slíka þrautseigju.
Þegar leita skal verkefnis til
þess að fylla með tómstundir
almennings, er vert að minnast
þess, að meirihluti mannkyns-
ins lætur stjómast af persónu-
legum og jafnvel oftast af eig-
ingjörnum hvötum. Þótt margir
verði fúsir til að helga sig góð-
um málefnum, munu þeir gera
það af meiri áhuga ef þeir geta
vænzt þess, að hljóta viðurkenn-
ingu fyrir. Þetta á við um þann
litla hóp lista- og vísindamanna,
sem ég hef áður minnzt á, en
það gæti náð til miklu fleiri og
almennari viðfangsefna, svo
sem garðyrkju, útiíþrótta o. fl.
Alltaf hlýtur þó að vera mik-
ill fjöldi manna, sem skortir
hæfileika til þess að fá áhuga
á þessum hlutum; þeir myndu
aldrei vinna verðlaun á garð-
yrkjusýningu eða komast í úr-
slit í íþróttakeppni, og sú spurn-
ing vaknar, hvernig fólk þetta á
að eyða tómstundum sínum, þar
sem lítil von er til þess að unnt
sé að örva metnað þess. Ef
dæma skal af ástandinu eins og
það er nú, hneigist smekkur
þess til óvirkrar þátttöku, svo
sem til þess að horfa á skemmti-
atriði, hvort heldur er í sjón-
varpi á bíó eða íþróttaleikvangi.
Að horfa á kappleik einu sinni
í viku mundi sennilega nægja
40